Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 59 Margt athyglisvert kom fram í fyrirlestri þessum. Gestum fundarins var boðið á fundinn til að við gætum rætt saman um brjóstagjöf almennt og til þess að við gætum reynt að samræma og standa saman um að leiðbeina konunum, eins til þess að þær og börn þeirra geti notið brjóstagjafarinnar, sem lengst og áfalla- laust. Fyrirhugað er að stofna áhugamannafélag um brjóstagjöf á Akureyri og í nágrenni. Að lokum sýndi Ingibjörg Björnsdóttir myndir frá Ástralíuför sinni. í stjórn Norðurlandsdeildar LMFÍ eru: Margrét Þórhallsdóttir Svana Zóphoniasdóttir Heba Ásgrímsdóttir formaður varaformaður gjaldkeri ritari meðstjórnandi Sumarlína Pétursdóttir Freydís Laxdal Starfsskýrsla Suðurlandsdeildar 1984—1985 Elín Stefánsdóttir gerir grein fyrir henni. Starfsemi Suðurlandsdeildar LMFÍ var með líkum hætti og undanfarin ár. Basar og fundur var haldinn fyrsta sunnudag í nóvember á Selfossi. Inn komu fyrir basarinn kr. 11.000,00. Aðalfund á að halda i maí hjá Ingibjörgu ljósmóður á Blesa- stöðum á Skeiðum. Samband sunnlenskra sveitarfélaga og Læknafélag Suðurlands bauð til ráðstefnu um heilbrigðismál á Suðurlandi, laugardaginn 16. mars sl. Til ráðstefnunnar var boðið starfsfólki heilbrigðis- stétta og framámönnum sveitarfélaga á Suðurlandi. Fulltrúi ljósmæðra var Svanborg Egilsdóttir og ræddi hún um mæðravernd og fæðingarhjálp og aðra þá þjónustu sem ljós- mæður veita í sínu starfi. Fram kom að á sára fáum heilsugæslu- stöðum á Suðurlandi eru ráðnar ljósmæður i þær stöður sem heimild er fyrir. Á Selfossi er t. d. engin ljósmóðir fastráðin við heilsugæslu- stöðina, en um mæðraskoðun sér Svanborg Egilsdóttir ljósmóðir og er hún unnin í tímavinnu, þar sem ekki er fyrir hendi áhugi að ráða í þá 50% stöðu sem heimild er fyrir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.