Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Síða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Síða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 45 Einnig skal segja frá hreinsuninni og mögulegum stálma í brjóstum. Ræða skal um getnaðarvarnir og benda konunni á að ekki sé æskilegt að verða þunguð aftur fyrr en hún hefur náð sér eftir þetta áfall. Enda skal viðtalið á því að hvetja konuna að hafa samband við deildina hvenær á sólarhringnum sem er, ef eitthvað bjátar á. Sorgarferlið Skiptist niður í 5 stig sem hvert og eitt lýsir ákveðnu atferli. Fólk sem er dauðvona, aðstandendur þeirra og þeir sem verða fyrir öðrum missi ganga í gegnum þetta ferli. Mjög mikilvægt er að fólk komist í gegnum öll stigin í sinni sorg og mismunandi er hve langan tima það tekur fyrir hvern og einn. Foreldrar sem missa fóstur ganga í gegnum þetta ferli eftir á, því stundum gerast hlutirnir hratt. Hjá þeim er sorgin háð meðgöngu- lengd og hve oft missirinn hefur orðið áður. 1. Stigið: Afneitun og einangrun. Fólkið segir: ,,Ég trúi þessu ekki,” þegar það fær fréttir um einhvern missi. Kona sem missir fóstur, þar sem engin sýnileg ástæða virðist vera fyrir hendi, gengur oft á milli lækna til að fá einhverja haldbæra skýringu. Afneitun þessa fólks kemur fram eftir á. Algengt er að konan láti ekkert uppi um fósturlátið og er það dæmi um einangrun. 2. Stigið: Reiði Á þessu stigi segir fólk gjarnan: ,,Af hverju ég.” Reiðin getur beinst í allar áttir og er mjög algengt með konur sem missa fóstur að reiðin beinist gegn henni sjálfri. Henni finnst hún ekki vera kona og að líkami hennar hafi svikið hana. Einnig getur reiðin beinst að lækninum t. d. ef konan er óánægð með meðferðina. Konan hugsar alltaf: ,,Ef ég hefði gert hlutina öðruvísi hefði þetta kannski ekki gerst.” En það er alltaf þetta stóra ,,EF”. 3. Stigið: Samningar Fólk lofar öllu fögru sem það getur svo ekki staðið við. Á þetta stig frekar við konur sem hafa misst fóstur áður og er aftur orðnar ófrískar. Þær hugsa sér að hætta hinu og þessu, bara svo þetta takist nú.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.