Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Page 12

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Page 12
48 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Leghálsbilun P-pillan Lykkjan Fylgjuþurrð Hræðsla, kvíði Þunguð of fljótt eftir Samfarir Aldur Visnað egg Blæðing á meðgöngu Veit ekki barnsburð/fósturlát 2% 1% 1% 1% 1% 23% 5% 5% 3% 3% 3% Samtals 100% Þcssi tafla er úr heimild nr. 2 bls. 114. Læknar leggja yfirleitt mikla áherslu á að náttúran sjálf sé að losa sig við gölluð fóstur í flestum tilfellum. Margar konur vilja skella skuldinni á pilluna og halda að þær hafi orðið ófrískar of snemma eftir að þær hættu að taka hana. Ýmsar vangaveltur koma upp t. d. að Guð hafi verið að refsa fyrir að þeim þætti ekki nógu vænt um barnið. Strax í byrjun meðgöngu eru konur haldn- ar efasemdum um hvort rétt hafi verið að verða ófrísk. Um þetta hugsa nær allar konur en engin þorir að segja slíkar hugsanir við aðra. Þær halda að þær séu þær einu sem hugsi svona. Verði þær svo fyrir því að missa fóstur fá þær sektarkennd. Mikilvægt er að segja þeim að flestar konur fái slíkar vangaveltur og að fósturlátið sé ekkert háð því. Eftir að konan hefur misst fóstur, kannski oftar en einu sinni finnst henni það vera forréttindi að fá að eignast barn, hún passar sig og barnið sitt eins og sjáöldur augna sinna, svo þetta gerist nú ekki aftur. Samantekt Segja má að viðbrögð kvenna og karla séu mjög svipuð eftir fósturlát. Munurinn er sá að konan sýnir sínar tilfinningar mikið frekar og athyglinni er frekar beint að henni í sambandi við sorgina. Það er ekki gert ráð fyrir að karlmaðurinn syrgi líka, allavega sé hann fljótari að ná sér.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.