Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 20
56 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ B. Fundarstjóri Jónína Ingólfsdóttir býður ljósmæður velkomnar á 66. aðalfund félagsins, kynnir síðan dagskrá fundar- ins. Ber það undir fundarmenn hvort þeir hafi eitthvað við fundar- gerð aðalfundar 1984 að athuga, en hún birtist í Ljósmæðra- blaðinu 1. tölublaði 1984, eða hvort þeir vilji að hún verði lesin upp — svo var ekki, engin athugasemd var gerð. Hún skoðast því samþykkt. C. Fundarstjóri gefur formanni Guðrúnu Björgu Sigurbjörns- dóttur orðið. Flytur hún síðan skýrslu stjórnar. Skýrsla stjórnar Ljósmæðrafélags íslands 30. mars 1985 Á starfsárinu voru haldnir 7 stjórnarfundir, jólatrésskemmtun, 2 vinnustaðafundir, 3 fræðslufundir og 2 endurmenntunarnám- skeið. Gefin voru út 2 fréttabréf. Ný ljósmæðralög voru lögfest í maí 1984. í vetur var síðan unnið að drögum að reglugerð með ljósmæðralögunum. Sama nefnd, þ. e. Eva S. Einarsdóttir, Dýrfinna Sigurjónsdóttir, Jónína Ingólfsdóttir og Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir, vann að reglu- gerðinni og kynnir Eva S. Einarsdóttir drögin hér á eftir, einnig voru unnin drög að erindisbréfi fyrir ljósmæður á heilsugæslu- stöðum. Ljósmæðratalið kom út í lok maí 1984. Ritstjóri Ljósmæðrablaðsins, Hildigunnur Ólafsdóttir lét af störfum 1984 vegna anna. Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn frá og með næsta hausti, Sigurlaug Magnúsdóttir sem útskrifast frá Ljósmæðraskóla íslands nú í vor. 1. tölublað er nú í vinnslu og ritstýrði Eva S. Einarsdóttir því. Tvö endurmenntunarnámskeið voru haldin í Ljósmæðraskóla íslands, 14.—16. jan. og 25.—27. mars sl. Endurmenntunarnefnd hafði veg og vanda af þeim en Ljós- mæðraskólinn lagði til húsnæði og greiðir launakostnað kennara. Frumvarp til laga um Ljósmæðraskóla Islands, hefur verið salt- að í bili. Ekkert verður aðhafst frekar af hálfu ráðherra, nema til komi hvatning frá Ljósmæðrafélagi íslands. Stjórnin hefur því ákveðið að skipa nefnd er geri drög að nýju frumvarpi, og væri æskilegt að koma endurmenntuninni þar með. Skipaður var starfshópur til að vinna að sameiningu allra ljós-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.