Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 31
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 67 Stéttartalið eignaðist frábæra liðsmenn, svo sem aðstoðarrit- stjórann Valgerði Kristjónsdóttur og höfundana Önnu Sigurðar- dóttur og Helgu Þórarinsdóttur. Nú, þegar útgáfustjóri og ritnefnd gera skil eftir 10 ára starf — þá trúum við því og vonum að félaginu verði sómi að þessu verki og lyftistöng. Það er einnig von okkar að það sannist hér það sem fróðir menn hafa sagt — að þeim sé ekki kunnugt um neitt stéttar- tal sem ekki hafi selst upp og skilað hagnaði. Mikil vinna hefur verið lögð í skil á myndum og bókinni til áskrifenda og sölu en eitt nafn ber þar hæst utan ritnefndar en það er nafn Margrétar Þórhallsdóttur formanns Norðurlands- deildar, sem allan tímann hefur verið vakandi fyrir framgangi verksins — safnaði fleiri áskrifendum en nokkur annar og er nú búin að selja á annað hundrað eintök. Ljóst er að eftir svo mikla sölu, sem raun ber vitni — verður salan hæg en sigandi. Samkvæmt samþykkt síðasta aðalfundar hefur öllum heimildum varðandi stéttartalið verið komið fyrir í Kvennasögusafni íslands. Skilagrein vegna afhendingar gagna á Kvennasögusafn íslands 25. mars 1985 Eftirtalin gögn eru heimildir sem stuðst var við við gerð ritsins „Ljósmæður á íslandi”, einkum æviágrip ljósmæðra í fyrra bindi. I Heimildir vegna æviágripa 1626 ljósmæðra sbr. bls. 2-701 í fyrra bindi, a) spjaldskrárspjöld b) eitt eða fleiri prentsmiðjuhandrit með innfærðum upplýsingum og athugasemdum c) vélritað vinnublað frá 1977 d) útfyllt eyðublað (eitt eða fleiri) frá ljósmóður eða aðstandendum hennar f) handrit Haraldar Péturssonar fræðimanns og safnhúss- varðar g) sendibréf, blaðaúrklippur og aðrir minnismiðar svo og annað ótalið.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.