Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 61 Eyrnabólgur í börnum. Fyrirlesari: Einar Sindrason læknir. Fundargestir um 60. 3. 29.3.’85 kl. 20.00 í húsi BSRB. Alkahólneysla á meðgöngu. Fyrirlesari: Atli Dagbjartsson læknir. Brjóstakrabbi, greining og meðferð. Fyrirlesari: Snorri Ingimarsson læknir. Fundargestir 55. Kaffi og meðlæti var á öllum fundunum. Enginn fyrirlesara tók við greiðslu, en ágóði af kaffisölu var notaður til að kaupa blóm fyrir þá, sem þakklætisvott. Afgangur fór í að greiða auglýsinga- kostnað. F. h. fræðslunefndar Guðrún G. Eggerstdóttir. b. Skýrsla endurmenntunarnefndar Ólöf Ásta Ólafsdóttir gerir grein fyrir starfsemi endur- menntunarnefndar. Á aðalfundi LMFÍ. 1984 var kosið í endur- menntunarnefnd til að vinna að endurmenntun ljósmæðra. Nefndin hóf störf strax siðastliðið haust. Þá var ákveðið að halda tvö endurmenntunarnámskeið 3—4 daga hvert námskeið. Mikil aðsókn var að námskeiðunum. 31 þátttakandi var á fyrra nám- skeiðinu, sem var haldið 14.—16. janúar. 35 þátttakendur voru á seinna námskeiðinu, en það var haldið 25.—27. mars. Kostnaður pr. þátttakanda var 500 kr. Bæði námskeiðin voru haldin í Ljós- mæðraskóla íslands. Nefndin hefur sótt um styrk til starfs- menntunarsjóðs BSRB. Næsta vetur er ætlunin að hafa 2—3 stutt námskeið og þá um sérhæfðara efni. c. Skýrsla kjaranefndar færist aftar á dagskrá fundarins. Er nú tekin fyrir Reglugerð vegna Ljósmæðrablaðsins, Eva S. Einarsdóttir kynnir hana, nokkrar umræður eru. Breytingartillagan kemur við 4. grein.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.