Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Page 33

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Page 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 69 Að lokum segist Steinunn vona að þetta verði ekki of þungur baggi á félaginu og þakkar öllum fyrir gott samstarf og mikla vinnu. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir formaður, tekur til máls, þakkar útgáfustjóra og ritnefnd þeirra mikla starf og afhendir, sem þakklætisvott frá Ljósmæðrafélagi íslands, hverri fyrir sig, blómaskreytingu og eintak af ritinu „Ljósmæður á íslandi”. Einnig færir Ljósmæðrafélag íslands Margréti Þórhallsdóttur Akureyri, bestu þakkir fyrir þann dugnað og vinnu sem hún hefur lagt fram vegna ritverksins. Er henni færð blómaskreyting og eintak af ritinu „Ljósmæður á íslandi”. Reglugerð fyrir Ljósmœðrablaðið. Fundarstjóri ber nú reglugerð fyrir Ljósmæðrablaðið undir atkvæði. Hún er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Kosning fer fram með handaruppréttingu. 8. Kosningar: Úr stjórn ganga ritari og vararitari. Ritari, Sigríður B. Guðmundsdóttir, gefur ekki kost á sér áfram. Stjórn Ljósmæðrafélags íslands gerir tilnefningu um Guðlaugu Björnsdóttur. Fundarstjóri ber tilnefninguna upp. Hún er samþykkt. Vararitari, Hjördís Karlsdóttir, gefur kost á sér áfram. Vegna breytinga á 10. grein í nýgerðum lögum félagsins verður breyting innan stjórnarinnar þannig að Hjördís Karlsdóttir verður meðstjórnandi og Eva S. Einarsdóttir vararitari. Fundar- stjóri les upp nefndir, engar athugasemdir eru gerðar. Þær skoðast því samþykktar. 9. Önnur mál. Kristín I. Tómasdóttir yfirljósmóðir og Matthea Ólafsdóttir voru fulltrúar Ljósmæðrafélags Islands á fundi ICM í Sydney í Ástralíu í september síðastliðnum. Sem þakklætisvott færir Ljósmæðrafélag íslands þeim hvorri fyrir sig blómaskreytingu og eintak af ritinu „Ljósmæður á íslandi”. Tillaga stjórnar um félagsgjald er 1000 krónur. Fundarstjóri

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.