Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 16
52 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Árið 1974 kom Sigurður á ný til starfa við Fæðingadeildina og nú sem sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og jafn- framt stundakennari við Ljósmæðraskólann. í júní 1975 varð Sigurður yfirlæknir og prófessor við Fæðingadeildina og skóla- stjóri Ljósmæðraskóla íslands. Samstarf okkar var því mikið. Sigurður bar hag Ljósmæðraskólans mjög fyrir brjósti og vildi veg hans og ljósmæðra sem mestan. Gjörbreyting hefur líka orðið á skólanum undir hans stjórn og að mínu mati mjög jákvæð. Margt kemur upp í hugann þegar yfirmaður og vinur er kvaddur. Hæst ber þó margs konar samstarf við skólann okkar, svo sem skipulagning vetrarstarfs, prófdagar með Freyju og Jónasi, útskriftardagar með myndatökum, ræðum og öllu tilheyrandi, ferðalög með „dúfunum hans” erlendis og svo ánægjan með hóp- inn hverju sinni. Ljósmæðraskólinn og Kvennadeildin hafa misst mikið við frá- fall Sigurðar S. Magnússonar, en nú verður það okkar sem eftir standa að halda ótrauð áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið og í því sambandi vil ég nefna Bókasafn Kvennadeildar, veg þess bar Sigurður sérstaklega fyrir brjósti og eitt af hans síðustu baráttumálum var að koma því í rúmbetra húsnæði. Það hefur vakið undrun erlendra gesta sem hingað hafa komið að sjá merki- legan bókakost fræðirita þessa safns og er það ómetanegur fræði- brunnur fyrir starfsfólk deildarinnar og alla þá nemendur sem hljóta hér sína menntun. Vonandi ber okkur gæfa til að efla og varðveita þennan merka minnisverða Sigurðar S. Magnússonar. Sigurður kvæntist 14.09.56 eftirlifandi konu sinni Audrey F. Douglass. Oft kom það fram hjá Sigurði hvað hann mat konu sína og störf hennar mikils, enda studdi hún hann á allan hátt og bjó honum og börnum þeirra 5 fagurt heimili. Kæra Audrey, ljósmæður og ljósmæðranemar á Fæðingadeild Landspítalans senda þér og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og þakka Sigurði góða og mikla kennslu og samfylgd á liðnum árum. Kristín I. Tómasdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.