Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 24
60 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ í Laugarási er 50% staða Ijósmóður og var ég ráðin í hana fyrir ári síðan en ég hef ekki fengið þá stöðu nema til eins árs í senn. Ég veit að á Hvolsvelli er engin ljósmóðir með mæðraskoðun, þar sér læknirinn um hana sjálfur. Ljósmæður þurfa að standa fast á því að fá þær stöður á heilsu- gæslustöðum á landinu þar sem heimild er fyrir þeim, og að ekki séu aðrir ráðnir í þær stöður sem þeim ber. Það er ljósmæðra að annast mæðraskoðun á heilsugæslustöðvunum. Engin skýrsla kom frá Suðurnesjadeild, Vesturlandsdeild, Vest- fjarðadeild, Austfjarðadeild. Er þetta mjög bagalegt, félagslega séð. 4a Skýrsla fræðslunefndar Helga Sóley Torfadóttir gerir grein fyrir starfsemi fræðslunefndar. Skýrsla fræðslunefndar LMFÍ veturinn 1984-85. Nefndina skipuðu: Guðrún G. Eggertsdóttir, Helga Sóley Torfadóttir, María Hreinsdóttir, Sólveig Matthíasdóttir, Agnes Engilbertsdóttir. Vetrarstarfið hófst með fundi 3.11. ’84. Rætt var um æskilegt fyrirkomulag á fundum. Talið var best að hafa fundi á laugar- dögum, og áætla fundartíma 3—4 klst. Einnig var rætt um væntanlegt fundarefni. Þrír fræðslufundir hafa verið í vetur: 1. 24.11.’84 kl. 13.30 í húsi BSRB. Frásögn frá Alheimsþingi ljósmæðra, haldið í Sydney í Ástralíu. Fyrirlesari: Kristín I. Tómasdóttir yfirljósmóðir. Umræður um framtíðarskipulag LMFÍ. Fundargestir um 50. 2. 19.1.’85 kl. 13.30 í húsi BSRB. Mat á meðgöngulengd og fósturþroska. Fyrirlesari: Reynir Tómas Geirsson læknir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.