Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 30
66 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Eilíflega má deila um slíka ákvörðun — en í ljósi þess að rit sem þetta seljast ætíð upp, þó að sjálfsögðu sé fyrsti söluspretturinn mestur. Nú þegar nefndin skilar af sér til stjórnar félagsins hefur hún selt fyrir — tvær milljónir tvö hundruð og tíu þúsund krónur eins og fram kemur í reikningum stéttartalsins. Önnur mikilvæg ákvörðun sem ritnefnd og formaður tóku strax í upphaf — var sú að leita eftir áskrifendum, sem tókst með ágætum. Svo og sú ákvörðun stjórnar félagsins og félagsfundar að festa kaup á Hverfisgötu 68A. Þó félagið væri fjárvana var í þetta ráðist með einkum þrennt í huga. í 1. lagi — vænleg fjárfest- ing sem baktrygging vegna útgáfu stéttartalsins — gæfi einnig nauðsynlega aðstöðu til að vinna við útgáfuna — og hið fyrsta skref að starfsaðstöðu fyrir félagsstarfið. Þó þungt væri í sjó til þess að koma útgáfunni í höfn — kom ekki til þess að ritnefnd gerði tillögu um sölu vegna stéttartalsins en það breytti ekki því að það gaf félaginu og stjórn þess mögu- leika á að ráðstafa eigninni og þannig fjárhagshagnað. Fjárframlög fengust frá Alþingi og sveitastjórnum — gjafir bárust frá ljósmæðrum og landshlutadeildum svo og afkomend- um ljósmæðra og velunnurum. Fjöldi ljósmæðra lagði einnig fram mikla vinnu og gjafir við beina fjáröflun ritnefndar og stjórnar m. a. bösurum oft sinnis. Allt þetta renndi stoðum undir það að útgáfan gæti orðið að veruleika. Við leggjum hér fram reikninga stéttartalsins frá upphafi til þessa dags, sem raunar eru allir prentaðir í Ljós- mæðrablaðinu. Á útgáfudeginum 30. maí 1984 var bókin kynnt á blaðamannafundi í Norræna húsinu svo og haldin móttaka að kvöldi sama dags fyrir alla er unnið höfðu að útgáfunni og fleiri gestum. Vísa að öðru leyti í frásögn þar um í Ljósmæðrablaðinu. Bókinni hefur verið vel tekið — hún fékk einstaklega góða dóma hjá bókmenntagagnrýnendum blaðanna svo og fjölda einstaklinga sem rómað hafa ritverkið sem stéttartal og fræðirit um ljósmæðrastéttina og íslenskar konur. Ég vil hér og nú þakka ritstjóranum, Björgu Einarsdóttur, það innilega hvað hún hefur lagt mikla vinnu í það að bókin mætti verða svo vel unnin sem raun ber vitni. Það var vilji og stefnumark ritstjórnar allan tímann að stéttar- tal ljósmæðra yrði eins vel úr garði gert og frekast væri unnt.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.