Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 6
42 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Óumflýjanlegt fósturlát (abortus inevitablis). Fósturlát er óumflýjanlegt ef: Fóstrið er dáið eða fram koma einkenni um að legið sé að tæma sig. Óumflýjanlegu fósturláti lýkur annað hvort með fullkomnu fósturláti (abortus completus) eða ófullkomnu fósturláti (abortus incompletus). Þegar um er að ræða fullkomið fósturlát fæðist fóstrið og fylgjuvefurinn í heilu lagi og legið hreinsast fullkomlega. Þannig er oftast fósturlát á fyrstu 8 vikum meðgöngu og eftir 18. viku. Á 8—18. viku er algengast að fóstur- belgir springi og fóstrið fæðist, en þykktarleifar sitji eftir í legi, og er það flokkað undir ófullkomið fósturlát. Síendurtekin fósturlát (abortus habitualis). Ef kona missir fóstur þrisvar í röð eða oftar. Dulið fósturlát (missed abortion). Kallast það þegar fóstrið deyr nokkru áður en legið tæmir sig. Visnað egg („Blighted ovum”). Fóstrið dáið í nokkrar vikur eða jafnvel eyðist, áður en fósturlát verður. Sýkt fósturlát (abortus septicus). Sýking í sambandi við fósturlát. Tíðni Staðfestri þungun lýkur í 10—15% tilfella með fósturláti. Flins vegar er talið, að hin raunverulega tíðni fósturláta sé mun meiri (25—30%) ef með eru talin þau tilfelli þungunar, sem lýkur áður en þungunareinkenni koma fram. Á fyrsta trimestri (fyrstu 12 vik- um) ganga einkennin til baka í yfirvofandi fósturlátum og þungun heldur áfram í 70—80% tilfella. Tíðni eykst með hækkandi aldri konunnar: 15—25 ára 4% tíðni 30—34 ára 9% tíðni 40—44 ára 33% tíðni. Orsakir Fósturlát snemma á meðgöngu stafa oftast af göllum á fóstri og fylgjuvef, en seinna á meðgöngu af sjúkdómum móður. Rétt er þó að hafa í huga að oftast er orsökin ókunn. Helstu þekktu orsakir fósturláta má flokka í 2 aðalflokka: a) Sjúkdómar hjá fóstri og fylgjuvef:

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.