Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 49 Algengt er að fólkinu er ekki gefin nægur tími til að syrgja og einnig að konunni finnst hún vera búin að ná sér, þ. e. bælir niður sorgina en hún kemst þó alltaf upp á yfirborðið aftur. Það sem okkur finnst mikilvægt er að konan fái tækifæri til að tala og að hún sé hvött til þess. Því fyrr getur hún frekar sætt sig við orðinn hlut og farið að huga að framtíðinni. Heimildaskrá: 1. Magnússon S., Gunnarsson A. Fósturlát, Læknaneminn 4. tbl. 31. árg. 1978. 2. Oakley A., McPherson A., Roberts H. Miscarriage, A Foutana Orginal 1984. 3. Kúbler — Ross E. Er dauðinn kveður dyra, Skálholt, Reykjavík 1983. 4. Borg S., Lasker J. When pregnancy fails, Routledge og Kegan Paul, London 1982. 5. Pizer H., O’Brien Palinski C. Coping with a Miscarriage, Jill Norman Ltd, London 1981. Norrænf Ijósmæöraþing 1986 Norrænt Ijósmæðraþing verður haldið í Stokkhólmi 1986, þingið verður haldið í tengslum við 100 ára afmælishátíð Sænska Ljós- mæðrafélagsins 9., 10., 11. maí. Meginþema þingsins verður Ljós- móðirin — Konan — Samfélagið, í 100 ár, með fyrirlestrum um sálfræðileg viðhorf, breytingar og þróun í Ijósmóðurstarfinu. Nán- ari upplýsingar um dagskrá þingsins verða væntanlega birtar í næsta tölublaði.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.