Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 8
44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5. Innri þreifing: a) Leg oft minna en sem svarar til meðgöngulengdar og óeðlilega þétt, þ. e. ef fóstrið er dáið. b) Legháls — við óumflýjanlegt fósturlát valda legsam- drættirnir styttingu og opnun á leghálsinum. c) Þykktarleifar í leghálsi eða leggöngum eru alltaf merki um óumflýjanlegt fósturlát. Meðferð 1. Við yfirvofandi fósturlát skal taka nákvæma sögu og gera innri þreifingu á öllum konum sem fá leggangablæðingu eða blóðuga útferð. Ef blæðing er lítil, konan verkjalaus, legið óeðlilega stórt miðað við meðgöngulengd og legháls lokaður, má meðhöndla sjúklinginn heima með rúmlegu. Oftast eru þó konur með þessi einkenni lagðar inn á sjúkra- hús. Við innlögn er sjúklingur meðhöndlaður með rúmlegu. Ganga skal úr skugga um, eins fljótt og auðið er, hvort um óumflýjanlegt fósturlát er eða ekki. Verði ekki af fósturláti er konunni, við útskrift af spítala, ráðlagt að hvíla sig í a. m. k. eina viku og forðast samfarir í 2—3 vikur. Rétt er að benda konum á, að blæðing á meðgöngu eykur ekki hættuna á vanskapnaði á fóstri. Konunum er ráðlagt að koma í endurskoðun viku eftir útskrift. 2. Ef fósturlát er óumflýjanlegt eða hefur orðið, er gefið sam- dráttarlyf í æð til að örva legsamdrætti og draga úr blæð- ingu. Ef konan er með sára verki skal gefa verkjalyf. Síðan er legið tæmt í svæfingu eða deyfingu. Við útskrift af sjúkrahúsi er mjög mikilvægt að konan fái góðar upplýsingar um hvað hafi skeð, hvers sé að vænta. Útskýra þarf mjög vel að í flestum tilfellum sé orsökin fyrir fósturlátum óþekkt. Hins vegar má benda á að fósturlát virðist vera náttúru- legur hlutur þegar fósturmyndun er óeðlileg. Upplýsa skal konuna um það að mjög miklar líkur séu á að næsta þungun gangi eðlilega fyrir sig. Mikilvægt er að koma í veg fyrir sektartilfinningu hjá konunum, því mjög algengt er að þær kenni sér um þetta.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.