Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 47 leiðir síðan til þess að þeir verða óöruggir í framkomu á meðan á þessu stendur. Einnig er það erfitt fyrir þá að horfa á konuna þjást og finnst þeir lítinn stuðning geta veitt þeim. í gegnum árin hefur það ekki þótt tilhlýðilegt að karlmaður gráti eða sýni tilfinningar sínar á annan hátt. Þetta getur háð hon- um í sorginni. Hve sjaldan karlmaður sýnir tilfinningar sínar get- ur verið vegna þess að honum finnst að hann eigi að vera sterki aðilinn. Þarna getur komið upp misskilningur, því með því að reyna að vera sterkur og veita stuðning getur konan haldið að honum sé sama. Ef ekki er talað um þetta og karlmaður sýnir engin sorgarviðbrögð er ekki undarlegt að hún haldi þetta. Eftir að konan hefur sætt sig við orðinn hlut, fer karlmaðurinn að syrgja. Þeir verða e. t. v. þunglyndir því þeir hafa haldið aftur af sinni sorg. Með þessu er e. t. v. hætta á að þeir staðni á einhverju stigi í sorgarferlinu. Verði konan aftur ófrísk lætur hún oft í ljós hræðslu sína við að missa fóstrið en karlmaðurinn ekki, en það skiptir konuna minna máli þar sem hún er svo upptekin af sjálfri sér. Sektarkenndin kemur líka upp hjá karlmanninum. Hann sér kannski konu sina þjást og finnst hann vera ábyrgur fyrir því. Honum hefur e. t. v. mikið langað til að eignast barn. Þeir hugsa oft að þeir ætli ekki að leggja þetta aftur á konuna. Hugsanagang- ur hjá körlunum er sambærilegur og hjá konunni, því það er eins og með kvenímyndina hjá konunni, þá finnst karlmanninum hans ímynd skerðast. Það hefur alltaf verið talið bera vott um karl- mennsku að eiga mörg börn. Hafi manninn langað mikið til að eignast barnið er hann e. t. v. farinn að líta á sig í nýju hlutverki. Síðan bregst þetta og hann verður að halda áfram að horfa á sig í sama hlutverki. Þetta er samsvarandi og hjá konunni, þar sem þetta nýja hlutverk bregst hjá henni. Að finna orsökina er mjög ríkur þáttur hjá konu sem missir fóstur. Hugmyndir þeirra eru mjög misjafnar um hvað hafi farið úrskeiðis. Eftirfarandi tafla sýnir svörin: Vanskapað barn 19% Veikindi/slys/lyf snemma á meðgöngu 11 % Vinnuálag 11% Hormónatruflanir 10%

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.