Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Page 29

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Page 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 65 voru kjörnar Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Soffía Valdimars- dóttir. Tillaga kom fram um að Steinunn Finnbogadóttir, sem hvatamaður og formaður, ætti sæti í nefndinni, en að ráði varð að halda sér við fimm manna nefnd en hún sem formaður starfaði með nefndinni og sæti alla fundi. En er hún lét af formennsku árið 1979 var henni falin útgáfustjórnin. Ákvörðun þessa aðalfundar um útgáfu ritsins og kosningu rit- nefndar fór fram eftir að formaður hafði skýrt frá því að Harald- ur Pétursson fv. safnhúsvörður í Landsbókasafninu hefði afhent sér að gjöf til Ljósmæðrafélags íslands handrit að stéttartali ljós- mæðra frá árinu 1761—1954 ásamt skrá um ljósmæðraumdæmin á landinu. Haraldur kvaðst afhenda handritin i trausti þess að formaður- inn hlutaðist til um að félagið léti fullvinna verkið og gæfi það út. í nóvember 1975 hélt ritnefndin sinn fyrsta fund ásamt for- manni og skipti nefndin með sér verkum þannig: Sólveig Matthíasdóttir formaður, Guðrún L. Magnúsdóttir gjaldkeri, Sigurbjörg Guðmundsdóttir ritari, Halldóra Ásgríms- dóttir og Soffía Valdimarsdóttir meðstjórnendur. Þá þegar hóf nefndin undirbúningsvinnu er hélst óslitið í þessi 10 ár. Árið 1977 var Björg Einarsdóttir ráðin ritstjóri verksins og á miðju ári 1981 er Valgerður Kristjónsdóttir ráðin Björgu til aðstoðar. Að stéttartalinu hafa margar hendur unnið sem eiga miklar þakkir skyldar — en persónulega og í nafni félagsins vil ég geta hins mikla starfs sem ritnefndin hefur innt af höndum og lagt fram með drengilegum félagsanda og vinnu og aftur vinnu, sam- hugurinn sem þar hefur ríkt var og er mér ómetanlegur. Þetta samstarf og framlag þeirra allt þakka ég af alhug. Bókaðir fundir ritnefndar eru 75 talsins. Á þessum fundum bar hæst umræðan um tvo þætti verksins — það sem snéri að útgáf- unni sjálfri innviðum hennar og útliti og hinsvegar fjárhagshliðin og fjáröflun. Þegar ákvörðun var tekin um fjölda eintaka útgáfunnar og valin var þessi tala 4.200 eintök og hluti þess óinnbundinn — þá byggðist sú ákvörðun á því að verð hverrar bókar lækkaði um nær helming við þennan fjölda eintaka.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.