Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Síða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Síða 26
62 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Reglugeró fyrir Ljósmæðrablaðið 1. gr. Ljósmæðrablaðið er gefið út af Ljósmæðrafélagi fslands og greiðir félagið allan kostnað af útgáfu þess. 2. gr. Samkvæmt lögum félagsins ræður stjórnin ritstjóra. Ritstjórinn er ábyrgðarmaður Ljósmæðrablaðsins. 3. gr. Á aðalfundi LMFf eru kosnar fjórar ljósmæður í ritnefnd, sem eru rit- stjóra til ráðuneytis og aðstoðar við útgáfu blaðsins. 4. gr. Ritstjórinn ber ábyrgð á því gagnvart stjórninni, að efni blaðsins hafi faglegt og félagslegt gildi og svari þörfum félagsmanna fyrir upplýsingar um starfsemi félagsins. 5. gr. Þegar ritstjóri telur nauðsyn til, skal hann boða ritnefnd saman til fundar. 6. gr. Ritstjóri hefur rétt til að hafna greinum, sem hann telur brjóta í bága við 4' 7. gr. Ef ritstjóri og ritnefnd telja nauðsynlegt má leita umsagnar sérfræðinga á mismunandi sérgreinasviðum um greinar sem birta á í blaðinu. 9. gr. Ljósmæðrablaðið skal koma út eigi sjaldnar en þrisvar á ári. 10. gr. Ritstjóra ber að gæta þess, að blaðið sé prentað á sem hagkvæmastan hátt, og leita tilboða í prentun blaðsins, ef hann telur ástæðu til. 11. gr. Ritstjóri skal í samvinnu við ritnefnd afla auglýsinga í blaðið eftir því sem tök eru á. 12. gr. Breytingar á reglugerð Ljósmæðrablaðsins skulu gerðar á félagsfundi eða aðalfundi LMFÍ. Reglugerð þessi var samþykkt 30. mars 1985.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.