Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 51 Sigurður S. Magnússon, fæddur í Reykjavík 16. apríl 1927. Foreldrar Sigursteinn (24. desember 1899) skrifstofumaður þar, síðar framkvæmda- stjóri S.Í.S. í Leith og aðalræðismaður, Magnússon og kona hans Ingi- björg (3. júlí 1905) Sigurðardóttir brunamálastjóra í Reykjavík Björns- sonar. Stúdent Edinburgh Academy 1944. Cand. med. Háskóla íslands 1952, I. eink. (174 stig). Almennt lækningaleyfi 27. júlí 1956. Lækninga- leyfi í Svíþjóð 06.05.1967. Viðurkenndur sérfræðingur í handlækningum, kvensjúkdómum og fæðingahjálp í Svíþjóð 03.09.1969. Viðurkenndur sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingahjálp á íslandi 20.12.1972. Doktorspróf í kvensjúkdómum og fæðingahjálp við háskólann í Umeá, Svíþjoð 24.05.1973. Sérfræðingur við Kvennadeild Landspítalans júlí 1974 til júní 1975. Lektor við læknadeild Háskóla íslands júlí 1974 til júní 1975. Settur prófessor í kvensjúkdómum og fæðingahjálp við læknadeild Háskóla íslands 25. júní 1975 og jafnframt forstöðumaur Kvennadeildar Landspítalans og skólastjóri Ljósmæðraskóla íslands, skipaður 1. júní 1976. Seint á mánudagskvöldið 21. okt. sl. barst mér sú harmafregn að prófessor Sigurður S. Magnússon væri látinn. Fleiri simtöl fylgdu á eftir þar eð margir þurftu að tjá sig og reyna að átta sig á því sem skeð hafði. Kallið kom svo snöggt og óvænt, og þó, hann minntist svo oft á að sér mundi ekki endast aldur til að koma öllum sínum áhuga- málum í höfn. Æviferli Sigurðar S. Magnússonar munu aðrir gera skil, hér skulu því aðeins sett á blað fáein fátækleg orð til að minnast vinar og samstarfsmanns. Okkar samstarf hófst í april 1956, en Sigurður var námskandidat á Fæðingadeild Land- spitalans frá apríl til júníloka það ár og siðan aðstoðarlæknir til ársins 1960, er hann fór til frekara náms erlendis. Má segja að á þessum árum höfum við bæði verið að stíga okkar fyrstu spor í starfi undir handleiðslu Péturs H. J. Jakobssonar heitins, þáver- andi yfirlæknis, Sigurður sem fæðingalæknir, og ég sem ljós- móðir. Kom þetta samstarf sér vel fyrir bæði þegar samvinna okkar hófst aftur síðar á deildinni. Sigurður var ákaflega samviskusamur læknir og átti góð samskipti við yfirboðara sína sem og annað samstarfsfólk og áberandi var hve sjúklingum þótti vænt um hann.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.