Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 43 1. Sköpulagsgallar á naflastreng, fylgju eða belgjum er að finna í a. m. k. 60% tilfella. 2. Litningagallar hafa komið í ljós í 20—30% tilfella. Orsök litningagalla er óþekkt en tiðni eykst með hækk- andi aldri móður. 3. Blæðing getur orðið á milli fylgjubeðs og fylgjunnar. 4. Truflun á hormónamyndun. Talið er að hormónamynd- un geti verið ófullnægjandi og valdið fósturláti. 5. Við fjölburaþungun er aukin tíðni á fósturlátum. b) Sjúkdómar hjá móður: 1. Vöðvahnútar undir slímhúð legs valda fósturláti í 35% þungana. 2. Vanskapanir á legi, valda fósturláti í 35% þungana. 3. Aftursveigt leg er talið geta valdið fósturláti. 4. Leghálsbilun er talin vera orsök 20% fósturláta á 2. trimestri. 5. Ef kona verður ófrísk með lykkju er aukin hætta á fósturláti. 6. Ýmsar sýkingar geta valdið fósturláti s. s. Rauðir hundar. 7. Langvinnir sjúkdómar s. s. sykursýki og nýrnasjúkdóm- ar. Auk þessa hafa ýmsir aðrir þættir verið settir í samband við Fósturlát, en áhrif þeirra eru bæði umdeild og ósönnuð. Einkenni 1. Leggangablæðing eða blóðug útferð eftir tíðastopp. Blæðingarnar geta verið miklar og lifshættulegar, sérstak- lega við ófullkomið fósturlát. 2. Samdráttarverkir neðst í kvið, sem stundum liggja aftur í bak og niður í læri. 3. Þungunareinkenni hverfa stundum nokkru áður en af fósturláti verður og er það merki þess að hormónafram- leiðslu fylgjunnar sé lokið. 4. Farið legvatn: Ef legvatn fer fyrir 20. viku verður alltaf fósturlát. Við leghálsbilun fer legvatn jafnan áður en verkir byrja eða fæðing hefst.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.