Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 34
70 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ber tillöguna upp, engin athugasemd er gerð. Hún skoðast því samþykkt. Nokkrar umræður eru um umdæmisljósmæður, stjórn Ljós- mæðrafélags íslands vinnur nú að athugun á þessum málum, en beðið er eftir upplýsingum úr tölvuútskrift frá Lífeyrissjóði ljós- mæðra. Ólöf Ásta Ólafsdóttir kemur með þá hugmynd að Ljósmæðra- félag íslands sendi út fréttatilkynningu til dagblaða um þær breytingar sem orðið hafa á lögum félagsins, það er samþykkt. Elín Sigurðardóttir ljósmóðir Stykkishólmi, kom með beiðni um að auglýst verði á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðum landsins, námskeið á vegum Ljósmæðrafélags íslands. Þykir sjálfsagt að verða við þessari beiðni. 45 ljósmæður sóttu fundinn. Fundi slitið kl. 18.30. Sigríður G. Guðmundsdóttir, fundarritari Eva S. Einarsdóttir fundarritari Sérkjarasamningar Ljósmæðrafélags íslands hafa birst í 1. tbl. Ljósmæðrablaðsins 1985, sömuleiðis stjórn og nefndir Ljós- mæðrafélags íslands. Lög og reglur Ljósmæðrafélags íslands hafa verið send félagsmönnum, sérprentað með 1. tbl. Ljós- mæðrablaðsins 1985.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.