Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Síða 20

Freyr - 01.03.1927, Síða 20
38 F R E Y R Þekking á öllum grundvallaratriðum landbúnaðarins er nauðsynleg, og hana hafa kynslóðarnar gegnum aldaraðir á- unnið sér smátt og smátt, þær hafa Iært af reynslunni. Á meðan stuðst var við þannig áunna reynslu, eina saman, voru framfarirnar hægfara . Framfarirnar á sviði landhúnaðarins verða gagnkvæmari þegar hin vísindalega rannsóknar-starf- semi er hafin. Þetta hefur — rétt rekið — best rutt braut framfaranna, hjá landbúnaðinum, og aukið afl hans sem atvinnuvegar. Rannsóknar- og tilraunastarfsemi land- búnaðarins ásamt allri starfsemi er get- ur stutt hann, eru þýðingarmikil málefni, sem velferð þessa atvinnuvegar getur bygst á. Er því nauðsyn að starfskraftar þeir er að þessu vinna, séu sameinaðir til starfa og styðji hver annan, svo þeir beri sem bestan árangur, því fremur er þetta nauðsynlegt er þættir hinnar fjöl- breyttu rannsóknarstarfsemi liggja þann- ig, að árangur einnar leggur grundvöllinn fyrir annari. Með því markmiði að efla samvinnu um ýms rannsóknarstörf og önnur verkefni er horfa til eflingar land- húnaði, er árið 1919 stofnað félag nor- rænna húvísindamanna. Var þó fyrst að- eins þátttaka frá þremur ríkjum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Árið eftir bættist Finnland í hópinn. Skipulag þessa félagssakpar er í fáum dráttum þannig: Félagar frá hverju ríki mynda sérdeild innan félagsins. Þeir kjósa scr sína eigin framkvæmdastjórn. Aðal- félaginu er stjórnað af sambandsstjórn, hana skipa formenn og varaformenn deildanna, í hinum einstöku ríkjum. Markmiði sinu hygst félagið að ná* með því að gefa út tímarit, koma út 8 hefti af því árlega. Með stofnun sérfræði- deilda fyrir hinar einstöku greinar og viðfangsefni landbúnaðarins, eflir það samvinnuna milli þeirra sem starfa á sama sviði. Nú þegar eru myndaðar sérfræðideild- ir fyrir eftirtöld verkefni: 1. Jarðvegsrannsóknir. 2. Meðferð og notkun ræktaðs gras- lendis. 3. Áburð. 4. Nýyrkju og framræslu. 5. Frærækt og fræeftirlit. 6. Tilraunir og tilraunastærðfræði. 7. Jurtasjúkdóma. 8. Garðyrkju, jurtakynbætur og til- raunastarfsemi á sviði hennar. 9. Búnaðarhagfræði. 10. Ivynbóta-líffræði. 11. Búpeningsrækt. Þá styður félagið einnig að fyrirlesara- skiftum milli landanna, og heldur þriðja hvert ár allsherjar búnaðarmót fyrir fé- laga sína. Eru þau haldin til skiftis í ríkjunum og í sambandi við þau ferðast þátttakendur um, til að kynnast búnaðar- framkvæmdum þess lands sem mótin eru haldin i. Þann 24. fehr. var af 12 mönnum stofn- uð íslensk deild úr þessu félagi, telur hún nú að eins 15 meðlimi. Stjórn fé- lagsins skipa Sigurður Sigurðsson bún- aðarmálastjóri, formaður; Halldór Vil- hjálmsson, vara-formaður og Pálmi Ein- arsson, ritari og gjaldkeri. Deildarstofnun þessi ætti að geta leitt til, að leiðbeinendur íslenskra bænda og bændaefna fylgist betur með, og komist í nánari kynni við störf og starfsaðferðir búvísindamanna á Norðurlöndum. Hún ætti einnig að geta leitt til þess að erlend- ir búvísindamenn fengju nánari kynni og gleggri skilning á búnaðarskilyrðum og búnaðarháttum vorum, og getur slíkt orð- ið til gagns fyrir íslenska bændastétt. Félagsstofnun þessi ætti síðast en eklti síst að efla samvinnu þeirra manna sem

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.