Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1927, Page 24

Freyr - 01.03.1927, Page 24
42 F R E Y R smári vaxi frekar á landinu á eftir, ef honum er sáð. Ræði ég þetta svo ekki frekar, en vona að þeir senr vinna að íslenskri jarðrækt, vilji taka þetta, er ég hefi nú bent á til athugunar og framkvæmda. Iilemenz Kr. Iiristjánsson. Hrossin, kynbætur og meöferö. i. Með lögunum um kynbætur hesta frá síðasta Alþingi, sein gengu í gildi 1. jan- úar 1927, er stigið stórt spor á fram- faraleið í hrossarækt vor íslendinga. Hér eftir er nú framar von til að einhver árangur verði með kynbætur hrossanna, þar sem nú á að velja sérstaka undan- eldishesta í hverjum hreppi á landinu. Á lögunum er þó sá slæmi galli, þau „Á- kvæði um stundarsakir", að hrossakyn- hótanefndunum er heimilt að leyfa lausa- göngu kynbótahesta í heimahögum á tíma- bilinu frá 20. apríl til 1. október ár hvert, til 1930. Er hætt við að sú heimild geti orðið misnotuð, auk þess eru þá eng- ar skorður reistar við því að allar hryss- ur, á tímgunaraldri, verði með folöldum, jafnvel þótt menn vildu draga úr folalda- viðkomunni, sem ég teldi víða vera nauð- synlegt. Hrossaviðkoman er nú víða orðin sú plága á bændurn, sem þeir eiga erfitt með að rísa undir, jafnvel þótt hún sé að miklu leyti sjálfskaparvíti, en þau eru ekki æfinlega best. Nú kemur til kasta hrossakjmbóta- nefnda að velja undaneldishestana og ætti engri kynbótanefnd að dyljast, hve mikið vandavei'k það er, að fá góða kyn- bótahesta, hesta sem líklegir eru til að bæta kynið verulega. Á því er eigi van- þörf og þeir hestar eru, sem betur fer, margir til í landinu. Nefndirnar ættu ekki að láta sér það fyrir brjósti brenna þótt leita þyrfti í önnur héruð eftir góðum kynbótahestum. II. Undanfarin ár hafa hrossasýningarnar átt nokkurn þátt í úrvali hrossanna og kynbótum, með því að benda mönnum á bestu gripina, að dómi hrossaræktar- ráðunautsins og þeirra manna, sem kosnir eru honum til aðstoðar. Þetta hef- ir að dómi margra tekist injög misjafn- lega, enda mun það ei lítið vandaverk að dæma hrossin þannig við skyndiálit, sérstaklega þá skapgerð þeirra, sem þó ekki er minst urn vert. Löt, daufgerð og snúinhæfð hross eru verðlaunuð. Yfir- leitt er alt of lítið lagt upp úr kynferði hrossanna, sem þó ætti að vera cin að- al undirstaða dómsins. Núverandi ráðunautur í hrossaræktinni, hefir í dómum sínum á sýningunum, enga áherslu lagt á aðgreiningu hross- anna eftir fyrirhugaðri notkun þeirra, annarsvegar sein áburðar- og akhesta, en hinsvegar sem reiðhesta, heldur dæmt hrossin í einum flokk. Athuga þyrfti hvort þetta sé hin rétta stefna i hrossarækt vorri. Notkun hestsins til áburðar og aksturs er mjög ólík notkun hans til reiðar. Reiðhestinn viljum vér hafa léttan og stæltan, þolinn og þrautgóðan, jafn- fraint því að hann sé ganggóður, tölt- ari, vekringur eða góðgengur brokkari. Hann á að hafa góðan og samsvarandi vöxt og geta borið höfuðið og hálsinn vel. Um áburðar- eða akhestinn er nokkuð öðru máli að gegna. Vér viljum að vísu hafa hann viljugan og þægan í notkun,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.