Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 20
Shinto-helgistaðurinn Ise Jingu. Hádegisverður. Lestarferð til Nagoya og hraðlest til
Odawara. Ökuferð um Hakone-fjöllin. Gist í Hakone.
Sunnudagur: Sigling á Hakone-vatni, með strengjakláfi upp á Komagatake-fjall, heim-
sókn í Owakudani-dal. Hádegisverður. Hálfs þriðja tíma akstur til Tókýó. Gist þar.
Mánudagur: Skoðunarferð um Tókýó, m.a. keisarahöllin Plaza og Asakusa Kannon-hof-
ið með urmul af minjagripaverslunum. Ferðinni lýkur þegar komið er aftur til hótelsins.
PT-1 Sundin milli eyja og HIROSHIMA.
Fjögurra daga ferð 12. —15. október.
Verð: 73.000 yen/mann í tvíbýli. 78.000 yen/mann í einbýli.
Föstudagur: Siglt með ferju frá Kobe til Takamatsu. Gist þar.
Laugagur: Takamatsu skoðuð, m.a. Ritsurin-garðurinn. Ekið til Kurashiki yfir Seto-
Ohashi-brúna. A leiðinni er farið í bátsferð til Yoshima-eyju. Hádegisverður. Gist í
Kurashiki.
Sunnudagur: Kurashiki skoðuð, komið í Ohara-listasafnið. Farið með hraðlest til Hiros-
hima. Borgin skoðuð, komið í Friðargarðinn þar sem meðal annars er að finna sögusafn
um afleiðingar kjarnorkusprengjunnar. Hádegisverður. Gist í Hiroshima.
Mánudagur: Skoðunarferð til Miyajima, helgidómar skoðaðir meðal annars. Ferðinni
lýkur þegar komið er til baka til Hiroshima.
PT-3 HAKONE, FUJI-fjall, NIKKO.
Fjögurra daga ferð 12. —15. október.
Verð: 74.000 yen/mann í tvíbýli. 91.000 yen/mann í einbýli.
Föstudagur: Með hraðlest til Odawara. Ekið upp í Hakone-fjöllin. Gist í Hakone.
Laugardagur: Skoðunarferð um Hakone. Ekið að rótum Fuji-fjalls. Hádegisverður. Ek-
ið upp hlíðar Fuji upp í 2400 m hæð. Ekið síðan til Tokyo og gist þar.
Sunnudagur: Heildagsferð til Nikko. Ymsir helgistaðir skoðaðir, svo og foss. Hádegis-
verður. Gist í Tókýó.
Mánudagur: Ferðalok að morgni dags.
Ferðaskilmálar
I fargjaldi er innifalið:
1) Gisting í venjulegum hótelherbergjum.
2) Málsverðir þeir sem tilgreindir eru í upptalningu.
3) Allir farseðlar með lestum, ferðamannafarrými.
4) Flutningur með bátum, skipum, bílum o.s.frv., skoðunarferðir, aðgöngumiðar að helgi-
stöðum, söfnum o.s.frv. eins og nefnt er í upptalningu.
5) Flutningur farangurs, 1—2 töskur á mann.
6) Enskumælandi fararstjóri.
Tilhögun ferðar getur breyst án fyrirvara. Nái þátttaka ekki minnst 30 manns er áskil-
inn réttur til að fella ferð niður.
Panta ber ferðir á þar til gerðu eyðublaði um leið og þingseta er tilkynnt. Nauðsynlegt
er að greiða strax tilgreint tryggingarfé. Hætti þátttakandi við ferð er haldið eftir af trygg-
ingunni, mismikið eftir því hve seint afboðun berst.
18
I—IÓSMÆÐRABLAÐ1Ð