Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 10
Á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagseftirmiðdaga verður þing- haldinu skipt upp í fjóra samtímafundi, sem hver um sig fjallar um sjálfstætt efni samanber dagskrá fundarins. Að öðru leyti verða þingfundir sameiginlegir öll- um þátttakendum. Sýning Sýning muna sem tengjast ljósmóð- urstarfi verður opin á sjöttu hæð (fifth floor) í Ráðstefnumiðstöðinni dagana 8. —11. október. Gestgjafar ásamt WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in) og UNICEF (Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna) munu leggja til muni á þessa sýningu. Þar verður starf jap- anskra ljósmæðra einnig kynnt. Uppsetning sýningarinnar er í höndum: Nippon Administrative Management Association 3-11-8 Sendagaya Shibuya-ku Tokyo, Japan 151 Sími: (03)403-1331, Fax: (03)403-1710. Úrdrættir úr fyrirlestrum Væntanlegum þingfulltrúum er boð- ið að halda fyrirlestra, setja upp vegg- spjöld eða sýna kvikmyndir. Þeir sem vilja nýta þetta boð verða að senda úr- drátt úr fyrirhuguðum fyrirlestri eða kynningu á veggspjaldi eða mynd til undirbúningsnefndar fyrir 28. febrúar næstkomandi. Fyrirlestrar í fullri lengd berist fyrir 30. júní n.k. Nánari upplýs- ingar um þetta atriði fást á skrifstofu LMFÍ. Faglegar kynnisferðir Efnt verður til faglegra kynnisferða til fæðingarheimila, sjúkrahúsa og Ijósmæðraskóla um eftirmiðdaginn þ. 9. október. Þátttöku verður ráðstafað í þeirri röð sem umsóknir berast. Allar ferðirnar hefjast kl. 13.30 við ráð- stefnuhúsið og enskumælandi túlkur verður með í för. Krafist verður far- gjalds í allar ferðirnar nema til Borgar- sjúkrahúss Kobe. Þátttöku í þessar ferðir þarf að gefa til kynna í tilkynn- ingu um þingsetu, samanber tákn hér á eftir. Hámarksfjöldi gesta í hverja ferð er tilgreindur. Svæðafundir Síðdegis 8. október er gert ráð fyrir sérstökum fundum þingfulltrúa frá hin- um einstöku heimshlutum þar sem þeir geta rætt sérstök áhugamál varðandi þann heimshluta. Guðsþjónustur Upplýsingar um helgihald hinna ýmsu trúarbragða í Kobe fást á hót- elunum. 8 __________________________________ 1—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.