Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 32
— Fullvissa konuna um að allt sé í lagi með fóstrið og að mjög vel sé fylgst með því. — Etv. þarf að hafa rökkvað herbergið og halda heimsóknum í lágmarki, þá er nauðsynlegt að útskýra tilgang fyrir aðstandendum. — Gefa næringarríka drykki milli mála. — Halda nákvæman vökvaskema. — Hvetja konuna til að drekka vel. — Gefa vítamín. — Miklu máli skiptir að konan fái góð- an stuðning og hvatningu frá starfs- fólki meðan þessi erfiði tími stendur yfir. Þegar konan getur farið heim þarf að gefa henni góða fræðslu um hvernig sé best að haga sér í sambandi við mataræði o.fl. Kenna konunni að þekkja áhættu- þætti og bregðast við þeim. Fara rólega í að borða. Reyna að velja mat eftir næringargildi. Ráð- leggja litlar tíðar máltíðir, drekka vel, taka vítamín o.s.frv. Leggja áherslu á að þeim mun fyrr sem brugðist er við þeim mun minni hætta á að ástandið verði slæmt. Einnig að heilsu hennar og fósturs- ins sé fyrir bestu að meðhöndlun hefjist sem allra fyrst. Útskýra fyrir henni að fylgjast verði sérstaklega með henni og fóstrinu í mæðraeftirlitinu. Lyf: Mjög oft þarf konan á lyfjum að halda (róandi) á meðan ástandið gengur yfir. Þau lyf sem mest eru notuð eru anti- histamín og antiemetica s.s. Stemetil, Phenergan, Torecan, Postafen, Anaut- in o.fl. 30 ---------------------------------- í mjög slæmum tilfellum er stundum notað lyf af neurolepticum flokki s.s. Nozinan og Eusokos. Þessi lyf eru vitan- lega öll gefin eftir fyrirmælum læknis. Þau eru gefin fast á ákveðnum tímum eða eftir þörfum í ákveðinn tíma. Þegar lyf eru gefin þarf að muna að útskýra vel fyrir konunni verkun þeirra og að þau hafi ekki skaðvænleg áhrif á fóstrið í þessum skömmtum sem gefnir eru. Það hvort lyfin hafi áhrif á fóstrið er brennandi spurning hjá flestum konum en margar þora jafnframt ekki að spyrja um þetta og jafnvel hugsa ekki út í þetta fyrr en eftir að þeim fer að líða skár. Antihistamín verka beint á stöð A og minnka þar með ógleði. Þau hafa einn- ig róandi verkun. Neurolepticum virkar oftast á heilabörk. Öll þessi lyf af hvor- um flokknum sem er virka vel á ógleði. Jafnframt á spennu, hræðslu, kvíða, óróa og svefnleysi. Helstu aukaverkanir þessara lyfja eru munnþurrkur, syfja, hægðatregða, orthostatisk hypotensio, sljóleiki og etv. húðútbrot. Aukaverkanir eru þó litlar við skammtímanotkun. Lyfin hafa þó mismiklar aukaverkanir. Sjálfsagt er þó að hafa þessar aukaverkanir í huga ef konur kvarta undan þessu. Heimildir: Fundamentals of obstetrics and gynaecology. Volume 1. Obstetrios Derek Llewellen-Jones. Faelleskatalog. 1981. Fass. 1982 og 1986. Williams Obstetrics. Pritchard, McDonald, Gant. bls. 260-261 og 613. Maternity and gynaecologic care. Jensen og Bobak. 3ja útg. 1985, bls. 280 og 995-996. Comprehensive Maternity Nursing. Nelson og May, 1986, bls. 495-496. Upplýsingar frá starfsfólki á 23B. I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.