Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 50

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 50
Kvennadeild Landspítalans, hjá kon- um sem eru gengnar um 16 vikur. Mæling á AFP 5 blóði móður hefur verið hluti að venjubundinni mæðra- skoðun víða erlendis en ekki hér á landi. Verið er að kanna notagildi þess að mæla AFP í blóði hjá öllum barns- hafandi konum hér á landi og þá sér- staklega með Down’s syndrome í huga en þar er um lækkun á AFP að ræða. Mæling á acetylcholinesterasa Acetylcholinesterase er ensím sem er í mænuvökva fóstursins. Við opna galla á miðtaugakerfi lekur mænuvökvi út í legvatnið. Acetylcholinesterase út- skilst ekki með þvagi fóstursins og er því tilvist þess í legvatni áreiðanleg sönnun þess að um galla á miðtauga- kerfi sé að ræða.14 Ensím rannsóknir Þekking á arfgengnum efnaskipta- sjúkdómum hefur aukist mikið á undan- förnum árum og eru nú þekktir á annað hundrað efnaskiptasjúkdómar. Allir eru þeir mjög sjaldgæfir og illvið- ráðanlegir. Helst er hægt að nefna: — Gaucher-sjúkdómur þar sem fita sest á átfrumurnar sem leiðir til stækk- unar á milta og blóðleysis. — TaySachs lýsir sér í vangefni, blindu og spastiskri lömun. — Krabbe’s syndrome þar sem um truflun á hvíta heilavefnum er að ræða. Ensím rannsóknir eru einungis gerð- ar ef foreldrar eru arfberar einhverra efnaskiptagalla. 48 __________________________________ Kjarnasýrurannsóknir (DNA analysis) A síðasta áratug hafa orðið miklar framfarir hvað varðar rannsóknir á DNA kjarnasýrunni sem ber erfðavís- ana (genin). Þessar rannsóknir fela í sér nákvæma greiningu á einstökum genum litninganna. Kjarnasýrurann- sóknir eru lítillega hafnar hér á landi en til þessa hafa sýnin verið send erlendis til greininga. Aðaláhersla hefur verið lögð á greiningu erfðasjúkdómanna dreyrasýki (hemophilia) og vöðvarýrn- unar (Duchennemuscular dystropy) en einnig er hægt að greina sjúkdóma eins og: — Sigðkornablóðleysi (sickle cell anem- ia) sem er einkum algengt í fólki af afr- ískum uppruna. — Thalassemia sem er afbrigðilegur blóðrauði, aðallega þekktur á Miðjarð- arhafsvæðinu. — Cystic fibrosis sem lýsir sér einkum í alvarlegri truflun á starfssemi lungna og meltingarfæra.24 Kjarnasýrurannsóknir eru í dag svo til eingöngu gerðar á sýnum úr fylgju- vef en ekki á legvatnsfrumum. Kyngreining Kyngreining fósturs er alltaf gerð ef tekið er legvatnssýni. Hún getur verið mikilvæg vitneskja ef móðir er arfberi fyrir kyntengdan (X-linked) erfðasjúk- dóm vegna þess að sjúkdómurinn erf- I_IÓSMÆÐRABLAÐ1Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.