Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 34
2. TÍÐNI FÓSTURGALLA Tíðni fósturgalla er mjög mismun- andi eftir löndum og einnig á milli hinna ýmsu kynþátta. Tíðni hinna ýmsu galla getur meira að segja verið breytileg milli héraða sama lands. A Islandi er tíðni klofins hryggjar (spina bifida) 1 fæðing af hverjum 10.000. A Englandi er tíðni 1:250 en 1:100 á ákveðnum svæðum í Skotlandi, á Norður-írlandi og í Wales.8 bls 58 Líklega eru 2—3% allra nýbura með einn eða fleiri greinanlega galla við fæðingu. Við lok fyrsta árs hefur þessi tala tvöfaldast vegna galla sem ekki fundust við fæðinguna sjálfa. Um helmingur þessara galla hefur litla þýðingu. Marga algenga galla er hægt að lækna með skurðaðgerðum, svo sem skarð í vör, margar tegundir hjarta- galla, minni háttar þarmagalla, þreng- ingu magaops (pyloric stenosis), naflaslit, aukafingur og aukatær.1 Flest- ir einstaklingar með þessa galla geta læknast og lifað eðlilegu lífi.23 Phenyl- ketonuria er dæmi um galla sem finnst með einfaldri blóðprufu snemma eftir fæðingu og er meðhöndlaður með sér- stöku mataræði. Þessir einstaklingar verða þroskaheftir án meðhöndlunar. Margir fósturgallar eru þó það miklir að möguleikar á lækningu og lífslíkum eru litlir eða engir og eru þessi börn mikið fötluð andlega og líkamlega og lifa oft stutt. Hér á eftir er tafla sem sýnir aukna tíðni hinna ýmsu litningagalla fósturs með hækkandi aldri móður (Tafla 1), og önnur yfir tíðni annarra galla (Tafla 2). 3. ORSAKIR FÓSTURGALLA Fram í byrjun fimmta áratugarins var 32 _________________________ það skoðun manna að fósturgallar or- sökuðust aðallega af erfðum. Arið 1941 uppgötvaði Gregg að sýking móður af rauðuhundavírus snemma á meðgöngu væri orsök fyrir fósturgöll- um. Þá opnuðust augu manna fyrir að þættir í umhverfinu hafa mikil áhrif á myndun og þroska fósturs í móð- urkviði.6 Fósturgallar verða til fyrir flókið sam- spil erfðra þátta og umhverfisáhrifa. Líklega er slíkt samspil oftast til staðar, en stundum er hægt að greina eina að- alorsök. Aætlað er að um það bil 25% fósturgalla séu vegna genagalla eða litn- ingagalla, 10% séu vegna umhverfis- áhrifa og í 65% tilfella er orsökin ókunn.3 Erfðir fósturgallar Þau lögmál sem stjórna erfðum hafa aðeins verið þekkt í eina öld. Ekki eru nema nokkrir áratugir síðan því var lýst að hver mannsfruma innihéldi 46 litn- inga. Það eru þessir litningar, 23 frá hvoru foreldri sem bera erfðaþættina og mynda við samruna eggfrumu og sáðfrumu 23 samstæð litningapör. Þannig flytjast öll erfð einkenni á milli kynslóða með kynfrumum. Nokkuð er vitað um verkun litninga. Til dæmis er vitað að genagallar geta valdið röskun á einstökum efnahvörfum innan frum- anna. Sum víkjandi einkenni eru bund- in kynferði, til dæmis dreyrasýki (Hemophilia). Dreyrasýkin er borin af X-litningi og kemur aðeins fram í drengjum. Konur geta borið þetta gen en þjást ekki af sjúkdómnum. Afbrigði- lega genið er yfirunnið af samsvarandi ríkjandi genum í hinum X-litningnum.8 ______i__________ I—IÓSMÆÐR ABL AÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.