Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 13
Afpöntun Hafi skrifleg afpöntun borist undir- búningsnefnd fyrir 15. ágúst 1990 verður 75% af greiddu þátttökugjaldi endurgreitt. Endurgreiðsla verður þó ekki innt af hendi fyrr en eftir þingið. Upplýsingar um ferðir o.fl. Annars staðar í blaðinu er greint frá skipulagðri hópferð á þingið frá Norð- urlöndunum. Ymsar upplýsingar er einnig að finna í bæklingi á skrifstofu LMFI. Samkvæmt þeim bæklingi er verð á hótelherbergjum 9.000 —27.000 yen ef tveir deila herbergi en 5.500 — 16.000 yen fyrir einstaklings- herbergi. Hótelkostnaður í Kobe er inni- falinn í norska ferðatilboðinu. Gestgjafar ráðstefnunnar bjóða upp á nokkrar dagsferðir á meðan þingið sit- ur og þrjár lengri ferðir eftir þingið. Ferðalýsingar með tilvísun í viðkom- andi tákn í umsóknareyðublöðum eru í sérstakri grein í blaðinu. Umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofu LMFÍ. Vegabréf Allir ferðalangar til Japan þurfa að hafa meðferðis fullgilt vegabréf. Skemmtiferðafólk frá mjög mörgum löndum, þar á meðal íslandi, þarf ekki vegabréfsáritun til þess að heimsækja Japan. Tollfrjáls innflutningur Auk venjulegs ferðafarangurs er heimilt að taka með sér inn í Japan 3 flöskur af víni, 400 vindlinga, 100 vindla, 57 gr af ilmvatni og 2 úr (undir 30.00 yen-um). Gjaldeyrir Japanskur gjaldmiðill er yen, sem er rösklega 40 aura íslenskra virði. Notk- un ferðatékka er ekki eins útbreidd í Japan og í mörgum öðrum löndum. Þó má innleysa ferðatékka í flestum bönkum. Eftirtalin greiðslukort eru víða tekin gild: Diners Club, American Ex- press, Visa og MasterCard. Ekki er al- menn venja að gefa þjórfé í Japan. Veðurfar Meðalhitinn í Kobe í október er 17 — 18 stig Celcius og rakinn 68%. Mælt er með að hafa meðferðis þunna peysu og regnkápu. 1 1 ljósmæðrablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.