Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 9
Almennar upplýsingar Mótsstaður: Kobe Port Island Hall (Sýningarhöllin) 6-12-2, Minatojima Nakamachi Kobe, Japan 650 Sími: (078) 302-8781 Intemational Conference Center Kobe (Ráðstefnumiðstöðin) 6-9-1 Minatojima Nakamachi Kobe, Japan 650 Sími: (078) 302-5200 Kobe Kobe er heimsleg stórborg með um 1,4 millj. íbúa. Hún er miðsvæðis í jap- anska eyjaklasanum og því auðvelt að komast þangað hvort sem er landveg, sjóveg eða um loftin blá. Þangað er 40 mínútna akstur frá alþjóðaflugvellinum í Osaka. Frá Tokyo má komast þangað með sérstakri lest á 3 klt. og 20 mín. Kobe er ólík bæði Kyoto og Tokyo. Borgin hefur fjölþjóðlegt yfirbragð, hef- ur orðið fyrir margvíslegum erlendum menningaráhrifum allt frá þeim tíma er hún varð hlið Japans að umheiminum 1868 á endurreisnartíma Mutsuhito keisara. Alla tíð allt frá komu fyrstu kaupmannanna og kristniboðanna hef- ur Kobe boðið velkomna alla gesti hvaðan sem þeir komu úr heiminum. Hin miklu erlendu áhrif sjást alls staðar í fjölskrúðugum verslunargötum, vel búnum tískuvöruverslunum og veit- ingahúsum með góðan mat og evr- ópsk vín. Meðal áhugaverðra staða má nefna skógi vaxinn þjóðgarðinn í Rokko-fjöllum, en þangað má komast með strengjakláf, Suma-ströndina, hverasvæðið í Arima, nautgripabúin — nautakjöt frá Kobe er þekkt um all- an heim sem gæðavara —og ,,sake“- brugghúsin í Nada. Port-eyja Ráðstefnumiðstöðin og Sýningarhöll- in sem hýsir þingið standa á Port-eyju sem gerð er af manna höndum. Þetta er fyrsta menningarborg heimsins reist á hafi úti og markar braut Japana inn í 21. öldina. ... Þangað er 10 mínútna ferð frá miðborg Kobe með Port-braut- inni, nýtísku sjálfvirk járnbraut, sú fyrsta sinnar tegundar í Japan. Tungumál þingsins Opinber tungumál þingsins eru enska, franska og spænska. Túlkað verður yfir á þessi mál og japönsku í Sýningarhöllinni þar sem almennu fundirnir svo og einn af samtímafund- unum verða. Hinir þrír samtímafundirn- ir fara fram á ensku og japönsku eða ensku eingöngu. Afgreiðsla Afgreiðsla þingsins verður opin í sýningarhöllinni frá og með laugardeg- inum 6. október kl. 09.00. Þátttökustaðfesting Þátttökustaðfesting verður gefin út fyrir alla ráðstefnugesti sem sitja meira en einn dag á þinginu. Fyrirlestrar Allir fyrirlestrar sem fluttir verða á þinginu verða gefnir út á ensku í sér- stakri bók. Bókina verður unnt að kaupa á þinginu fyrir 3.000 yen stykk- ið. Gerast má áskrifandi að bókinni um leið og þátttaka um þingsetu er tilkynnt. _____________________________________ 7 ljósmæðrablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.