Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 9

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 9
Almennar upplýsingar Mótsstaður: Kobe Port Island Hall (Sýningarhöllin) 6-12-2, Minatojima Nakamachi Kobe, Japan 650 Sími: (078) 302-8781 Intemational Conference Center Kobe (Ráðstefnumiðstöðin) 6-9-1 Minatojima Nakamachi Kobe, Japan 650 Sími: (078) 302-5200 Kobe Kobe er heimsleg stórborg með um 1,4 millj. íbúa. Hún er miðsvæðis í jap- anska eyjaklasanum og því auðvelt að komast þangað hvort sem er landveg, sjóveg eða um loftin blá. Þangað er 40 mínútna akstur frá alþjóðaflugvellinum í Osaka. Frá Tokyo má komast þangað með sérstakri lest á 3 klt. og 20 mín. Kobe er ólík bæði Kyoto og Tokyo. Borgin hefur fjölþjóðlegt yfirbragð, hef- ur orðið fyrir margvíslegum erlendum menningaráhrifum allt frá þeim tíma er hún varð hlið Japans að umheiminum 1868 á endurreisnartíma Mutsuhito keisara. Alla tíð allt frá komu fyrstu kaupmannanna og kristniboðanna hef- ur Kobe boðið velkomna alla gesti hvaðan sem þeir komu úr heiminum. Hin miklu erlendu áhrif sjást alls staðar í fjölskrúðugum verslunargötum, vel búnum tískuvöruverslunum og veit- ingahúsum með góðan mat og evr- ópsk vín. Meðal áhugaverðra staða má nefna skógi vaxinn þjóðgarðinn í Rokko-fjöllum, en þangað má komast með strengjakláf, Suma-ströndina, hverasvæðið í Arima, nautgripabúin — nautakjöt frá Kobe er þekkt um all- an heim sem gæðavara —og ,,sake“- brugghúsin í Nada. Port-eyja Ráðstefnumiðstöðin og Sýningarhöll- in sem hýsir þingið standa á Port-eyju sem gerð er af manna höndum. Þetta er fyrsta menningarborg heimsins reist á hafi úti og markar braut Japana inn í 21. öldina. ... Þangað er 10 mínútna ferð frá miðborg Kobe með Port-braut- inni, nýtísku sjálfvirk járnbraut, sú fyrsta sinnar tegundar í Japan. Tungumál þingsins Opinber tungumál þingsins eru enska, franska og spænska. Túlkað verður yfir á þessi mál og japönsku í Sýningarhöllinni þar sem almennu fundirnir svo og einn af samtímafund- unum verða. Hinir þrír samtímafundirn- ir fara fram á ensku og japönsku eða ensku eingöngu. Afgreiðsla Afgreiðsla þingsins verður opin í sýningarhöllinni frá og með laugardeg- inum 6. október kl. 09.00. Þátttökustaðfesting Þátttökustaðfesting verður gefin út fyrir alla ráðstefnugesti sem sitja meira en einn dag á þinginu. Fyrirlestrar Allir fyrirlestrar sem fluttir verða á þinginu verða gefnir út á ensku í sér- stakri bók. Bókina verður unnt að kaupa á þinginu fyrir 3.000 yen stykk- ið. Gerast má áskrifandi að bókinni um leið og þátttaka um þingsetu er tilkynnt. _____________________________________ 7 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.