Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 41

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 41
erfitt er að koma í veg fyrir þá, þar sem orsakir eru ókunnar. Þó hefur tekist að ísekka fæðingum barna með fóstur- galla með fyrirbyggjandi aðgerðum. Hér eru upptaldir nokkrir helstu þættir fyrirbyggjandi aðgerða, sem eru: 1) naæðraeftirlit, 2) mótefnamælingar á rauðum hundum, 3) Rhesusvarnir, og 4) fósturrannsóknir. Mæðraskoðun Ekki er ætlunin hér að taka mæðra- skoðun sem heild heldur taka út þá þsetti sem gætu bent til afbrigða eða vandkvæða hjá fóstrinu. A íslandi er mjög gott eftirlit með verðandi mæðrum. Konur koma að jafnaði í 10—12 skoðanir á meðgöng- onni. Nokkrir möguleikar eru á að upp- götva afbrigðileg fóstur í mæðra- skoðun og þurfa þeir sem að henni standa að vera vakandi fyrir öllu óeðlilegu. I fyrstu komu er metið heilsuástand móður og fósturs og gerð mæðraskrá. Gerð góðrar mæðraskrár og ýtarlegar npplýsingar um heilsufar og fjölskyldu- sögu konunnar skiptir miklu máli. Mik- 'lvægt er að fá upplýsingar um fyrri meðgöngusögu, um fósturlát snemma eða seint í meðgöngunni, sögu um fósturgalla eða arfgenga galla í fjöl- skyldunni, og vitneskju um sjúkdóma móður s.s. sykursýki, sem getur haft áhrif á vöxt fóstursins. Kannað er hvort ^onan tekur nokkur lyf sem gætu reynst fóstrinu hættuleg. I hverri skoðun eru þyngd og blóð- þrýstingur mældur, athugað hvort eggjahvíta og sykur séu til staðar í þvagi og tekið symfysu-fundus mál. Þessi at- riði geta gefið vísbendingu um yfirvof- andi vandkvæði sem enn eru einkenna- laus. Symfysu-fundus málin eru færð inn á legvaxtarit. Sést þá auðveldlega ef truflun hefur orðið á vexti fóstursins og hvort vaxtarhraði hefur aukist eða minnkað. Við of hátt mál kemur ýmis- legt til greina s.s. sykursýki móður sem getur valdið örum vexti fósturs, tvíbur- ar, of mikið legvatn og Mola Hypatidi- form. Of mikið legvatn eða óvenjuleg- ar fósturstöður geta bent til afbrigðis- legs fósturs. Mælist symfysu-fundus mál of lágt getur verið um að ræða sýk- ingar í fóstrinu, súrefnisskortur, of lítið legvatn eða vansköpun. Upplýsingar og fræðsla til verðandi mæðra er mikilvægur þáttur í starfi ljósmæðra sem vinna við foreldra- fræðslu og mæðraskoðun. Konum skal ráðlagt að forðast inntöku allra lyfja, geislun, fólk með smitandi sjúk- dóma, reykingar og neyslu áfengis. Með tilkomu bjórsins verður að leggja meiri áherslu á skaðsemi alkóhóls í fræðslu. Einnig er mikilvægt að sykur- sýki sé vel meðhöndluð í meðgöngu. Forðast skal bólusetningar fyrstu 4—5 mánuðina og þær aðeins gerðar í sam- ráði við lækni. Góð skoðun ljósmóður á nýburan- um er enn eitt skrefið í að fósturgallar finnist sem fyrst og að meðferð, ef fyrir hendi er, geti hafist strax. ljósmæðrablaðið 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.