Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 41
erfitt er að koma í veg fyrir þá, þar sem
orsakir eru ókunnar. Þó hefur tekist að
ísekka fæðingum barna með fóstur-
galla með fyrirbyggjandi aðgerðum.
Hér eru upptaldir nokkrir helstu þættir
fyrirbyggjandi aðgerða, sem eru: 1)
naæðraeftirlit, 2) mótefnamælingar á
rauðum hundum, 3) Rhesusvarnir, og
4) fósturrannsóknir.
Mæðraskoðun
Ekki er ætlunin hér að taka mæðra-
skoðun sem heild heldur taka út þá
þsetti sem gætu bent til afbrigða eða
vandkvæða hjá fóstrinu.
A íslandi er mjög gott eftirlit með
verðandi mæðrum. Konur koma að
jafnaði í 10—12 skoðanir á meðgöng-
onni. Nokkrir möguleikar eru á að upp-
götva afbrigðileg fóstur í mæðra-
skoðun og þurfa þeir sem að henni
standa að vera vakandi fyrir öllu
óeðlilegu.
I fyrstu komu er metið heilsuástand
móður og fósturs og gerð mæðraskrá.
Gerð góðrar mæðraskrár og ýtarlegar
npplýsingar um heilsufar og fjölskyldu-
sögu konunnar skiptir miklu máli. Mik-
'lvægt er að fá upplýsingar um fyrri
meðgöngusögu, um fósturlát snemma
eða seint í meðgöngunni, sögu um
fósturgalla eða arfgenga galla í fjöl-
skyldunni, og vitneskju um sjúkdóma
móður s.s. sykursýki, sem getur haft
áhrif á vöxt fóstursins. Kannað er hvort
^onan tekur nokkur lyf sem gætu
reynst fóstrinu hættuleg.
I hverri skoðun eru þyngd og blóð-
þrýstingur mældur, athugað hvort
eggjahvíta og sykur séu til staðar í þvagi
og tekið symfysu-fundus mál. Þessi at-
riði geta gefið vísbendingu um yfirvof-
andi vandkvæði sem enn eru einkenna-
laus. Symfysu-fundus málin eru færð
inn á legvaxtarit. Sést þá auðveldlega
ef truflun hefur orðið á vexti fóstursins
og hvort vaxtarhraði hefur aukist eða
minnkað. Við of hátt mál kemur ýmis-
legt til greina s.s. sykursýki móður sem
getur valdið örum vexti fósturs, tvíbur-
ar, of mikið legvatn og Mola Hypatidi-
form. Of mikið legvatn eða óvenjuleg-
ar fósturstöður geta bent til afbrigðis-
legs fósturs. Mælist symfysu-fundus
mál of lágt getur verið um að ræða sýk-
ingar í fóstrinu, súrefnisskortur, of lítið
legvatn eða vansköpun.
Upplýsingar og fræðsla til verðandi
mæðra er mikilvægur þáttur í starfi
ljósmæðra sem vinna við foreldra-
fræðslu og mæðraskoðun. Konum
skal ráðlagt að forðast inntöku allra
lyfja, geislun, fólk með smitandi sjúk-
dóma, reykingar og neyslu áfengis.
Með tilkomu bjórsins verður að leggja
meiri áherslu á skaðsemi alkóhóls í
fræðslu. Einnig er mikilvægt að sykur-
sýki sé vel meðhöndluð í meðgöngu.
Forðast skal bólusetningar fyrstu 4—5
mánuðina og þær aðeins gerðar í sam-
ráði við lækni.
Góð skoðun ljósmóður á nýburan-
um er enn eitt skrefið í að fósturgallar
finnist sem fyrst og að meðferð, ef fyrir
hendi er, geti hafist strax.
ljósmæðrablaðið
39