Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 42
Mótefnamælingar og bólusetningar gegn rauðum hundum Sjúkdómurinn rauðir hundar hefur verið skráningarskyldur á Islandi sfðan árið 1888. Vel afmarkaðir faraldrar komu á 5—10 ára fresti og gengu yfir á um það bil 12 mánuðum. Árið 1938 tókst að sýna fram á að veira var orsök- in fyrir rauðum hundum. Árið 1941 gerði ástralskur augnlæknir, Gregg að nafni, stórmerkilega uppgötvun. Hann tók eftir óvenju algengri blindu meðal nýfæddra barna. Honum tókst eftir miklar rannsóknir að komast að því að mæðurnar höfðu fengið rauða hunda á meðgöngutímanum. Á þessum tíma geysaði mikill rauðuhundafaraldur. Einnig var mikið um aðra galla, svo sem heyrnaleysi, hjartagalla og andleg- an vanþroska. Rauðuhundaveiran var ekki einangruð fyrr en 1962 og sama ár var fyrst leyft að nota bóluefni.26 Árið 1954—55 gekk faraldur yfir og voru þá leyfðar fóstureyðingar af lækn- isfræðilegum ástæðum vegna rauðu- hundasýkingar. I faraldrinum sem gekk yfir 1963—64 voru gerðar 77 fóstureyðingar vegna rauðuhundasýk- ingar, en af um 5000 fæddum börnum á þessu tímabili voru 37 börn með mikla fósturgalla. í faraldrinum sem gekk 1978—79 voru gerðar 104 fóstureyð- ingar vegna rauðuhundasýkingar.26 Ár- ið 1974 var byrjað að gera H.I. próf hjá öllum barnshafandi konum á Is- landi við fyrstu komu í mæðraeftirlit. H.l. prófið (Hemaglutinationsinhibiti- on test) er mæling á mótefnum líkam- ans gegn rauðuhundasýkingu og hefur verið notuð síðan 1967.22 40 ________________________________ Tilgangurinn með H.I. prófinu er að finna þær konur sem ekki hafa nægi- legt mótefni eða hafa nýlega orðið fyrir rauðuhundasýkingu. Konur sem ekki hafa nægilegt mótefnamagn eru bólu- settar í sængurlegunni eftir fæðingu. Ef nokkur grunur er um sýkingu hjá barnshafandi konum, er fylgst vel með mótefnaaukningu í blóði með endur- teknum rannsóknum í meðgöngunni. Árið 1976 byrjuðu mælingar á mót- efnum hjá 12 ára stúlkum á Reykjavík- ursvæðinu og á Akureyri 1979. Þrem- ur árum síðar byrjuðu mælingar um land allt og hefur það verið gert árlega síðan. Þær sem mælast neikvæðar hafa ekki fengið sjúkdóminn og eru bólu- settar.22 Konur sem mælast með Hig 8.0 eða meira eru jákvæðar sem þýðir að þær hafa fengið rauða hunda eða hafa ver- ið bólusettar, því er ólíklegt að þær fái sjúkdóminn.22 Bóluefnið sem notað er, samanstendur af lifandi veikluðum veirum af stofninum RA 27/3 og er tal- ið gefa góða vörn gegn endursýk- ingu.26 Konum er ráðlagt að verða alls ekki barnshafandi á fyrstu 3—4 mánuðunum eftir bólusetningu, þá er hættan mest á fósturskemmdum. Eini tilgangurinn með bólusetningu er að koma I veg fyrir sýkingu fósturs á með- göngutíma. I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.