Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 51

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 51
ist einungis frá móður yfir til sonar. Ef um sveinbarn er að ræða er gerð kjarnasýrurannsókn þar sem 50% líkur er á að hann erfi sýkta X-litninginn frá móður sinni. Fósturspeglun (fetoscopy) Fósturspeglun er nýleg aðferð til að skoða fóstrið. Hún hefur ekki verið not- uð hér á landi enn sem komið er og að- eins lítillega erlendis þar sem hætta á fósturláti er mikil. Fósturspeglun er oftast framkvæmd við 15,—20. viku meðgöngu og er undirbúningur svipaður og við leg- ástungu. Fyrir speglunina er staðsetn- ing fósturs og fylgju fundin með ómun. Síðan er farið með spegilslöngu gegnum kviðvegg konunnar og inn í legið. Þannig er hægt að skoða útlit fóstursins og taka blóð eða vefjasýni úr fóstri eða fylgju. Á þann hátt hefur ver- ið hægt að greina vissa arfgenga blóð- sjúkdóma hjá fóstrum. Búast má við að fósturspeglun verði meira notuð í framtíðinni þar sem mikil þróun er í öllum rannsóknum í fóstur- fræði. Hugsanlega verður farið að gera skurðaðgerðir á fóstrum í móðurkviði til að meðhöndla fósturgalla en slíkar aðgerðir hafa verið á tilraunastigi er- lendis.11 Fylgju vefsrannsóknir Fylgjuvefsrannsóknir (chorionic vill- us biopsy) er nýjasta tæknin í fóstur- rannsóknum en þær hófust hér á landi LJÓSMÆÐRABL AÐIÐ 1984. Með þeim opnaðist sá möguleiki að gera fósturrannsóknir á fyrsta þriðjungi meðgöngu, sem er mikill kostur fram yfir legvatnsrannsóknir sem einungis er hægt að gera á öðrum þriðjungi meðgöngu. Hins vegar er gall- inn sá að meiri hætta er á fósturláti eða 1—2% í Kanada en 2—5% hér á landi. Þessar rannsóknir eru enn á þróunar- stigi og hafa því aðeins verið fram- kvæmdar í völdum tilvikum hér á landi. Fylgjuvef má nota til rannsókna og greininga á fósturgöllum á svipaðan hátt og fósturfrumur úr legvatni en þar sem áhættan er meiri hafa þær rann- sóknir ekki getað komið í stað legvatns- rannsókna.12 Á fylgjuvef er hægt að gera sams- konar rannsóknir og á fósturfrumum þ.e.: — Litningarannsóknir. — Athugun á ensímframleiðslu. — Kjarnsýrurannsóknir (DNA analys- is) sem greina galla í erfðavísum (gene defects). — Kyngreiningu.25 Fylgjuvefssýni er tekið á 8, —12. viku meðgöngu og er hægt að taka það á tvennan hátt. Annars vegar með því að fara með grannan plastlegg upp um leggöng, gegnum legháls og inn í legið að æðabelg og hins vegar með því að fara í gegnum kviðvegg konunn- ar og inn í legið. Síðari aðferðin er mik- ið notuð erlendis en aðeins verið notuð í nokkrum tilvikum hér. Fyrri aðferðin hefur mest verið notuð hér á landi (sjá mynd 4).24 Staðsetning fylgjunnar er fundin með hjálp ómtækis. Sogað er upp ca 3—8 ml af fylgjuvef eða þar til __________________________________ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.