Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 51

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 51
ist einungis frá móður yfir til sonar. Ef um sveinbarn er að ræða er gerð kjarnasýrurannsókn þar sem 50% líkur er á að hann erfi sýkta X-litninginn frá móður sinni. Fósturspeglun (fetoscopy) Fósturspeglun er nýleg aðferð til að skoða fóstrið. Hún hefur ekki verið not- uð hér á landi enn sem komið er og að- eins lítillega erlendis þar sem hætta á fósturláti er mikil. Fósturspeglun er oftast framkvæmd við 15,—20. viku meðgöngu og er undirbúningur svipaður og við leg- ástungu. Fyrir speglunina er staðsetn- ing fósturs og fylgju fundin með ómun. Síðan er farið með spegilslöngu gegnum kviðvegg konunnar og inn í legið. Þannig er hægt að skoða útlit fóstursins og taka blóð eða vefjasýni úr fóstri eða fylgju. Á þann hátt hefur ver- ið hægt að greina vissa arfgenga blóð- sjúkdóma hjá fóstrum. Búast má við að fósturspeglun verði meira notuð í framtíðinni þar sem mikil þróun er í öllum rannsóknum í fóstur- fræði. Hugsanlega verður farið að gera skurðaðgerðir á fóstrum í móðurkviði til að meðhöndla fósturgalla en slíkar aðgerðir hafa verið á tilraunastigi er- lendis.11 Fylgju vefsrannsóknir Fylgjuvefsrannsóknir (chorionic vill- us biopsy) er nýjasta tæknin í fóstur- rannsóknum en þær hófust hér á landi LJÓSMÆÐRABL AÐIÐ 1984. Með þeim opnaðist sá möguleiki að gera fósturrannsóknir á fyrsta þriðjungi meðgöngu, sem er mikill kostur fram yfir legvatnsrannsóknir sem einungis er hægt að gera á öðrum þriðjungi meðgöngu. Hins vegar er gall- inn sá að meiri hætta er á fósturláti eða 1—2% í Kanada en 2—5% hér á landi. Þessar rannsóknir eru enn á þróunar- stigi og hafa því aðeins verið fram- kvæmdar í völdum tilvikum hér á landi. Fylgjuvef má nota til rannsókna og greininga á fósturgöllum á svipaðan hátt og fósturfrumur úr legvatni en þar sem áhættan er meiri hafa þær rann- sóknir ekki getað komið í stað legvatns- rannsókna.12 Á fylgjuvef er hægt að gera sams- konar rannsóknir og á fósturfrumum þ.e.: — Litningarannsóknir. — Athugun á ensímframleiðslu. — Kjarnsýrurannsóknir (DNA analys- is) sem greina galla í erfðavísum (gene defects). — Kyngreiningu.25 Fylgjuvefssýni er tekið á 8, —12. viku meðgöngu og er hægt að taka það á tvennan hátt. Annars vegar með því að fara með grannan plastlegg upp um leggöng, gegnum legháls og inn í legið að æðabelg og hins vegar með því að fara í gegnum kviðvegg konunn- ar og inn í legið. Síðari aðferðin er mik- ið notuð erlendis en aðeins verið notuð í nokkrum tilvikum hér. Fyrri aðferðin hefur mest verið notuð hér á landi (sjá mynd 4).24 Staðsetning fylgjunnar er fundin með hjálp ómtækis. Sogað er upp ca 3—8 ml af fylgjuvef eða þar til __________________________________ 49

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.