Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 35
Breytingar á fjölda litninga eða upp- byggingu þeirra er algeng orsök fóstur- láta og fæðingu barna með meðfædda galla og oft fylgir þessu skert andleg hæfni. Þegar vantar einn litning í par er talað um einstæðu (monosomy) og veldur það oftast fósturláti, nema við ,,Turner’s syndrome“ þar sem vantar annan X-litninginn í kynfrumulitninga- parið. Fósturlátatíðni við , .Turner’s syndrome“ er þó há, um 18% af öllum sjálfkrafa fósturlátum sem verða vegna litningagalla. Þrístæða (trisomy) kallast það þegar aukalitningur er á litninga- pari. Þrístæða veldur oftast fósturláti nema ef þetta kemur fram hjá litlu litningapörunum. Þá fæðast einstak- lingar með meðfædda galla og skerta greind. Einstæða og þrístæða verða oftast vegna slysa í meiósuskiptingu humunnar. Rannsóknin sem notuð er hl greiningar á litningagöllum (karyotype analysis), fer fram þannig að tekinn er kjarni frumu og öllum litn- ■ngapörunum er raðað upp og þau skoðuð.19 Stökkbreyting getur orðið á genum kynfruma, t.d. við geislun og kemur þá fram galli á fóstrinu.8 Stór hluti þeirra fósturláta sem verða á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu verða vegna galla á fóstrinu eða fylgjuvefn- um. Fósturlát seinna á meðgöngunni eru oftast tengd sjúkdómum móður- •nnar. Fjöldi erfðagalla og erfðasjúkdó- ma sem þekkjast fer vaxandi og er nú mögulegt að fá erfðaráðgjöf á Gön- Sudeild Kvennadeildar Landspítalans. Down’s syndrome þrístæða Þetta er algengasti litningagallinn. Tíðnin er ein fæðing af hverjum 800. Hægt er að greina þennan galla snemma á meðgöngu með rannsókn á frum- um úr legvatni sem fást við leg- vatnsástungu, en greining er oftast ekki gerð fyrr en við fæðingu. Down’s syndrome kemur oftast fram í börnum eldri mæðra og eykst tíðnin mikið eftir fertugsaldurinn (Tafla 1). Er talið verða vegna óaðskilnaðar litninga í meiuósu- skiptingu í öðru foreldrinu. Helstu útlits- einkenni eru kringlótt flatt andlit, skásett lítil augu, flekkir á lithimnu aug- ans (Brushfield blettir), flatt nef, lítill munnur með stórri tungu og sérstakar línur í lófum (Simian línur). Einnig er til sjaldgæfari tegund af þessu einkenna- safni sem virðist ganga í erfðir, þá verður yfirfærsla á litningapörum 15 og 21. Hjartagalli kemur fram hjá 40—60% þessara barna og veldur oft dauða í bernsku. Gallar á meltingar- vegi koma einnig fram og er þrengin á duodenum algengust. Andleg fötlun er einkenni þessa galla og er greind ein- staklinga mjög mismunandi. Þessir ein- staklingar eru 20 sinnum útsettari fyrir hvítblæði en aðrir. Greining er gerð með rannsókn á litningagerð.19 bls- 277 Trisomy 18 (Edwards syndrome) Tíðni þessa galla er 1 fæðing af hverjum 8000. Einkennin eru vaxtar- seinkun, litlir kjálkar (micrognathia), krepptur hnefi með vísifingur beygðan yfir löngutöng og litli fingur beygður yf- ir baugfingur, sérkennilega löguð il, lág- stæð vansköpuð eyru og hjartagalli. Andleg geta er alltaf mikið skert og þessi börn deyja venjulega á fyrstu mánuð- unum. Greinist með rannsókn á litn- ingagerð.19 bls- 228 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.