Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 35

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Qupperneq 35
Breytingar á fjölda litninga eða upp- byggingu þeirra er algeng orsök fóstur- láta og fæðingu barna með meðfædda galla og oft fylgir þessu skert andleg hæfni. Þegar vantar einn litning í par er talað um einstæðu (monosomy) og veldur það oftast fósturláti, nema við ,,Turner’s syndrome“ þar sem vantar annan X-litninginn í kynfrumulitninga- parið. Fósturlátatíðni við , .Turner’s syndrome“ er þó há, um 18% af öllum sjálfkrafa fósturlátum sem verða vegna litningagalla. Þrístæða (trisomy) kallast það þegar aukalitningur er á litninga- pari. Þrístæða veldur oftast fósturláti nema ef þetta kemur fram hjá litlu litningapörunum. Þá fæðast einstak- lingar með meðfædda galla og skerta greind. Einstæða og þrístæða verða oftast vegna slysa í meiósuskiptingu humunnar. Rannsóknin sem notuð er hl greiningar á litningagöllum (karyotype analysis), fer fram þannig að tekinn er kjarni frumu og öllum litn- ■ngapörunum er raðað upp og þau skoðuð.19 Stökkbreyting getur orðið á genum kynfruma, t.d. við geislun og kemur þá fram galli á fóstrinu.8 Stór hluti þeirra fósturláta sem verða á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu verða vegna galla á fóstrinu eða fylgjuvefn- um. Fósturlát seinna á meðgöngunni eru oftast tengd sjúkdómum móður- •nnar. Fjöldi erfðagalla og erfðasjúkdó- ma sem þekkjast fer vaxandi og er nú mögulegt að fá erfðaráðgjöf á Gön- Sudeild Kvennadeildar Landspítalans. Down’s syndrome þrístæða Þetta er algengasti litningagallinn. Tíðnin er ein fæðing af hverjum 800. Hægt er að greina þennan galla snemma á meðgöngu með rannsókn á frum- um úr legvatni sem fást við leg- vatnsástungu, en greining er oftast ekki gerð fyrr en við fæðingu. Down’s syndrome kemur oftast fram í börnum eldri mæðra og eykst tíðnin mikið eftir fertugsaldurinn (Tafla 1). Er talið verða vegna óaðskilnaðar litninga í meiuósu- skiptingu í öðru foreldrinu. Helstu útlits- einkenni eru kringlótt flatt andlit, skásett lítil augu, flekkir á lithimnu aug- ans (Brushfield blettir), flatt nef, lítill munnur með stórri tungu og sérstakar línur í lófum (Simian línur). Einnig er til sjaldgæfari tegund af þessu einkenna- safni sem virðist ganga í erfðir, þá verður yfirfærsla á litningapörum 15 og 21. Hjartagalli kemur fram hjá 40—60% þessara barna og veldur oft dauða í bernsku. Gallar á meltingar- vegi koma einnig fram og er þrengin á duodenum algengust. Andleg fötlun er einkenni þessa galla og er greind ein- staklinga mjög mismunandi. Þessir ein- staklingar eru 20 sinnum útsettari fyrir hvítblæði en aðrir. Greining er gerð með rannsókn á litningagerð.19 bls- 277 Trisomy 18 (Edwards syndrome) Tíðni þessa galla er 1 fæðing af hverjum 8000. Einkennin eru vaxtar- seinkun, litlir kjálkar (micrognathia), krepptur hnefi með vísifingur beygðan yfir löngutöng og litli fingur beygður yf- ir baugfingur, sérkennilega löguð il, lág- stæð vansköpuð eyru og hjartagalli. Andleg geta er alltaf mikið skert og þessi börn deyja venjulega á fyrstu mánuð- unum. Greinist með rannsókn á litn- ingagerð.19 bls- 228 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 33

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.