Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Síða 13
Afpöntun
Hafi skrifleg afpöntun borist undir-
búningsnefnd fyrir 15. ágúst 1990
verður 75% af greiddu þátttökugjaldi
endurgreitt. Endurgreiðsla verður þó
ekki innt af hendi fyrr en eftir þingið.
Upplýsingar
um ferðir o.fl.
Annars staðar í blaðinu er greint frá
skipulagðri hópferð á þingið frá Norð-
urlöndunum. Ymsar upplýsingar er
einnig að finna í bæklingi á skrifstofu
LMFI. Samkvæmt þeim bæklingi er
verð á hótelherbergjum 9.000
—27.000 yen ef tveir deila herbergi en
5.500 — 16.000 yen fyrir einstaklings-
herbergi. Hótelkostnaður í Kobe er inni-
falinn í norska ferðatilboðinu.
Gestgjafar ráðstefnunnar bjóða upp á
nokkrar dagsferðir á meðan þingið sit-
ur og þrjár lengri ferðir eftir þingið.
Ferðalýsingar með tilvísun í viðkom-
andi tákn í umsóknareyðublöðum eru í
sérstakri grein í blaðinu. Umsóknar-
eyðublöð fást á skrifstofu LMFÍ.
Vegabréf
Allir ferðalangar til Japan þurfa að
hafa meðferðis fullgilt vegabréf.
Skemmtiferðafólk frá mjög mörgum
löndum, þar á meðal íslandi, þarf ekki
vegabréfsáritun til þess að heimsækja
Japan.
Tollfrjáls innflutningur
Auk venjulegs ferðafarangurs er
heimilt að taka með sér inn í Japan 3
flöskur af víni, 400 vindlinga, 100
vindla, 57 gr af ilmvatni og 2 úr (undir
30.00 yen-um).
Gjaldeyrir
Japanskur gjaldmiðill er yen, sem er
rösklega 40 aura íslenskra virði. Notk-
un ferðatékka er ekki eins útbreidd í
Japan og í mörgum öðrum löndum.
Þó má innleysa ferðatékka í flestum
bönkum. Eftirtalin greiðslukort eru víða
tekin gild: Diners Club, American Ex-
press, Visa og MasterCard. Ekki er al-
menn venja að gefa þjórfé í Japan.
Veðurfar
Meðalhitinn í Kobe í október er
17 — 18 stig Celcius og rakinn 68%.
Mælt er með að hafa meðferðis þunna
peysu og regnkápu.
1 1
ljósmæðrablaðið