Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 50

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Side 50
Kvennadeild Landspítalans, hjá kon- um sem eru gengnar um 16 vikur. Mæling á AFP 5 blóði móður hefur verið hluti að venjubundinni mæðra- skoðun víða erlendis en ekki hér á landi. Verið er að kanna notagildi þess að mæla AFP í blóði hjá öllum barns- hafandi konum hér á landi og þá sér- staklega með Down’s syndrome í huga en þar er um lækkun á AFP að ræða. Mæling á acetylcholinesterasa Acetylcholinesterase er ensím sem er í mænuvökva fóstursins. Við opna galla á miðtaugakerfi lekur mænuvökvi út í legvatnið. Acetylcholinesterase út- skilst ekki með þvagi fóstursins og er því tilvist þess í legvatni áreiðanleg sönnun þess að um galla á miðtauga- kerfi sé að ræða.14 Ensím rannsóknir Þekking á arfgengnum efnaskipta- sjúkdómum hefur aukist mikið á undan- förnum árum og eru nú þekktir á annað hundrað efnaskiptasjúkdómar. Allir eru þeir mjög sjaldgæfir og illvið- ráðanlegir. Helst er hægt að nefna: — Gaucher-sjúkdómur þar sem fita sest á átfrumurnar sem leiðir til stækk- unar á milta og blóðleysis. — TaySachs lýsir sér í vangefni, blindu og spastiskri lömun. — Krabbe’s syndrome þar sem um truflun á hvíta heilavefnum er að ræða. Ensím rannsóknir eru einungis gerð- ar ef foreldrar eru arfberar einhverra efnaskiptagalla. 48 __________________________________ Kjarnasýrurannsóknir (DNA analysis) A síðasta áratug hafa orðið miklar framfarir hvað varðar rannsóknir á DNA kjarnasýrunni sem ber erfðavís- ana (genin). Þessar rannsóknir fela í sér nákvæma greiningu á einstökum genum litninganna. Kjarnasýrurann- sóknir eru lítillega hafnar hér á landi en til þessa hafa sýnin verið send erlendis til greininga. Aðaláhersla hefur verið lögð á greiningu erfðasjúkdómanna dreyrasýki (hemophilia) og vöðvarýrn- unar (Duchennemuscular dystropy) en einnig er hægt að greina sjúkdóma eins og: — Sigðkornablóðleysi (sickle cell anem- ia) sem er einkum algengt í fólki af afr- ískum uppruna. — Thalassemia sem er afbrigðilegur blóðrauði, aðallega þekktur á Miðjarð- arhafsvæðinu. — Cystic fibrosis sem lýsir sér einkum í alvarlegri truflun á starfssemi lungna og meltingarfæra.24 Kjarnasýrurannsóknir eru í dag svo til eingöngu gerðar á sýnum úr fylgju- vef en ekki á legvatnsfrumum. Kyngreining Kyngreining fósturs er alltaf gerð ef tekið er legvatnssýni. Hún getur verið mikilvæg vitneskja ef móðir er arfberi fyrir kyntengdan (X-linked) erfðasjúk- dóm vegna þess að sjúkdómurinn erf- I_IÓSMÆÐRABLAÐ1Ð

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.