Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 10

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1990, Page 10
Á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagseftirmiðdaga verður þing- haldinu skipt upp í fjóra samtímafundi, sem hver um sig fjallar um sjálfstætt efni samanber dagskrá fundarins. Að öðru leyti verða þingfundir sameiginlegir öll- um þátttakendum. Sýning Sýning muna sem tengjast ljósmóð- urstarfi verður opin á sjöttu hæð (fifth floor) í Ráðstefnumiðstöðinni dagana 8. —11. október. Gestgjafar ásamt WHO (Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in) og UNICEF (Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna) munu leggja til muni á þessa sýningu. Þar verður starf jap- anskra ljósmæðra einnig kynnt. Uppsetning sýningarinnar er í höndum: Nippon Administrative Management Association 3-11-8 Sendagaya Shibuya-ku Tokyo, Japan 151 Sími: (03)403-1331, Fax: (03)403-1710. Úrdrættir úr fyrirlestrum Væntanlegum þingfulltrúum er boð- ið að halda fyrirlestra, setja upp vegg- spjöld eða sýna kvikmyndir. Þeir sem vilja nýta þetta boð verða að senda úr- drátt úr fyrirhuguðum fyrirlestri eða kynningu á veggspjaldi eða mynd til undirbúningsnefndar fyrir 28. febrúar næstkomandi. Fyrirlestrar í fullri lengd berist fyrir 30. júní n.k. Nánari upplýs- ingar um þetta atriði fást á skrifstofu LMFÍ. Faglegar kynnisferðir Efnt verður til faglegra kynnisferða til fæðingarheimila, sjúkrahúsa og Ijósmæðraskóla um eftirmiðdaginn þ. 9. október. Þátttöku verður ráðstafað í þeirri röð sem umsóknir berast. Allar ferðirnar hefjast kl. 13.30 við ráð- stefnuhúsið og enskumælandi túlkur verður með í för. Krafist verður far- gjalds í allar ferðirnar nema til Borgar- sjúkrahúss Kobe. Þátttöku í þessar ferðir þarf að gefa til kynna í tilkynn- ingu um þingsetu, samanber tákn hér á eftir. Hámarksfjöldi gesta í hverja ferð er tilgreindur. Svæðafundir Síðdegis 8. október er gert ráð fyrir sérstökum fundum þingfulltrúa frá hin- um einstöku heimshlutum þar sem þeir geta rætt sérstök áhugamál varðandi þann heimshluta. Guðsþjónustur Upplýsingar um helgihald hinna ýmsu trúarbragða í Kobe fást á hót- elunum. 8 __________________________________ 1—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.