Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Síða 24
gera að hinni verstu afturgöngu, og ef barn deyr óskírt, fær það ekki hlotið himnaríkissælu og verður því kölska og árum hans að bráð. Þetta átti ekki hvað sízt við, ef kvenmaður 61 barn í dulsmáli og bar það út. — Þegar börn fóru að hjala, var það fyrrum trú hér á landi, að þau væru að tala hebresku, en týndu henni svo niður aftur, þegar þau lærðu móðurmál sitt. Séra Jónas Jónasson telur, að þessi trú hafi ekki verið útdauð í Rangárvallasýslu, þegar hann var þar prestur upp úr 1880. Það var ekki furða, þótt fólki þætti það und- arlegt, að börn kæmust ekki á fót, fyrr en þau eru ársgömul, þar sem af- kvæmi flestra skepna komast á fótinn óðara en þau eru fædd að kalla má. En allt á sér sína orsök, og sú er sök til þessa, að einu sinni gekk ungbarn frá móður sinni og meiddi sig. Ólafur helgi var þar staddur og tók barnið og kleip í lærin á því og mælti svo um, að börn skyldu ekki geta gengið, fyrr en þau fengju nokkurt vit til að forða sér frá háska. Áður voru þau eins og önnur ungviði. Fingraför Ólafs helga sjást enn á lærum ungbarna. Ymsar voru þær varúðir, sem hafa þurfti við börn. Ekki má fleygja málbeini fyrir hunda eða í sorp, þar sem ómálga barn er á bæ, eða í móð- urkviði, því þá fær barnið aldrei mál ► sitt, heldur skal stinga beininu í veggjar- holu, eða geyma vel á annan hátt, og fær barnið þá því fljótara málið. Ekki má gefa unbarni lifur, nema það geti nefnt ,,lifur“ annars getur það aldrei nefnt ,,1“. Ef snældu er snúið eða spunnið niður í höfðu á barni, vex það ekki úr því. Ef börn klippa mat sinn með skærum, í stað þess að skera hann með hníf, þá vaxa þau ekki meira. Ef börn blóta kemur svartur blettur á tunguna í þeim. Ef börn syngja eða kveða yfir mat sínum, verða þau jafnsvöng eftir sem áður. Ekki mátti klippa hár eða neglur barns á fyrsta ári, og margt fleira slíkt mætti telja. » Baldur Jónsson. 22 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.