Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 30
og systkini höfðu alls staðar frjálsan
heimsóknartíma.
Nokkuð er orðið um það að ljós-
mæður eru ekki fastráðnar á tiltekna
deild heldur flytjist á milli deilda með
reglubundnum hætti. Þetta hefur lengi
verið baráttumál sænskra ljósmæðra
sem nú er að komast í höfn.
Sjúkrahúsið í Ystad
I Svíþjóð heimsóttum við sjúkrahús í
Ystad og Lundi. Sjúkrahúsið í Ystad
hefur gefið út bók um fæðingardeildina
og þá hugmyndafræði sem starfið þar
byggist á. Mikið er lagt upp úr að fæð-
ingar gangi sem náttúrulegast fyrir sig,
en fæðingar eru um 1100 á ári. Konur
eru látnar liggja í baði á 1. stigi fæðing-
ar og notkun deyfandi lyfja, t.d. glað-
lofts, er mjög í hóf stillt. Ef eitthvað ber
út af við fæðinguna er konan eða börn-
28 _______________________________
in flutt yfir til Lundar en þangað er um
45 mínútna akstur. Engin vökudeild er
í Ystad.
Fæðingarstofur og sængurlegustofur
eru mjög heimilislegar. Sömu ljósmæð-
ur hugsa um konuna í fæðingunni og í
sængurlegunni. Auk þess koma við
sögu margir sérmenntaðir sjúkraliðar.
Heimsóknartími er frjáls og konum er
heimilt að taka börnin með sér inn á
setustofurnar. Sængurkonurnar geta
hellt upp á könnuna fyrir sig og gesti
sína í sérstökum eldhúskrók. Feður geta
fengið að sofa á sængurkvennagangi
á meðan sængulega varir. Engin
barnastofa er á stofnuninni og börnin
eru böðuð í bala.
Venjuleg sængurlega er fimm dagar.
Sængurkonum er þó í sjálfsvald sett að
fara fyrr heim, enda komi þær þá aftur
með börnin í PKU-prufutöku.
________________ ljósmæðrablaðið
h