Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 3
Frá skrifstofunni
Reikningar félagsins voru lagðir fram
á aðalfundinum og samþykktir þar. Fé-
lagsmenn sem ekki komust á fundinn
geta fengið eintak sent, og eru þær
beðnar að hafa samband við skrifstofuna.
Reikningarnir bera með sér verri fjár-
hagsstöðu félagsins en verið hefur und-
anfarin ár. Ástæðan er fyrst og fremst sú,
að allmargir fagfélagar hafa ekki staðið
skil á félagsgjöldum sínum. Skv. félags-
lögum teljumst við ekki félagar í LMFÍ ef
við höfum ekki greitt félagsgjald í 2 ár.
Líklega eru langflestar áhugasamar um
félagið okkar - svo blessaðar gerið þið nú
skil sem fyrst.
Góðu fréttirnar eru reyndar þær að
kiarafélögum fer nú aftur fjölgandi og
hafa allmargar bæst við á síðustu vikum.
Og vondu fréttirnar: Það var brotist
>nn í BSRB húsið 12. júní. Af skrifstofu
LMFÍ var stolið tölvu og prentara, sem
ekki hefur spurst til þegar þetta er skrif-
að. Fleiri félög urðu fyrir svipuðum
skaða.
I BSRB húsinu standa nú miklar
breytingar og endurbætur. Ljóst er að
skrifstofa LMFÍ verður flutt í sumar eða
haust, en hvert við flytjum er ekki vitað
enn annað en það að það verður innan
húss.
Frá
formanni:
Kæru Ljósmæður
Eg vil þakka ykkur fyrir hina miklu
þátttöku sem varð á ráðstefnu Ljós-
mæðrafélagsins um „Öryggi við barns-
burð“. Við vorum sérstaklega heppnar
með gestafyrirlesara, hana Caroline
Flint, en segja má að hún hafi komið, séð
og sigrað hug og hjörtu íslenskra ljós-
mæðra. Við fengum einnig góða islenska
fyrirlesara, sem stóðu sig með prýði.
Það er mikið átak fyrir svo lítið félag
sem Ljósmæðrafélagið að halda svona
mikla ráðstefnu, en þátttaka og undir-
tektir ljósmæðra er mikil hvatning til þess
að halda áfram á sömu braut.
Caroline Flint benti okkur á að mikil-
vægt væri að rödd okkar ljósmæðra heyr-
ist og að tekið verði tillit til okkar sjónar-
miða, þegar ákvarðanir eru teknar um
fæðingarþjónustu á íslandi. Við þurfum
því að vera óhræddar við að koma okkar
skoðunum á framfæri, bæði til stjórn-
valda og almennings.
Ingibjörg S. Einisdóttir.
1
LlÓSMÆÐRABLAÐIÐ