Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Page 6
Nú orðið fæðist varla svo gallað barn
að maður ráðleggi foreldri að sjá það
ekki.
7. Skrifa skal allar upplýsingar fyrir, í og
eftir fæðingu. Nauðsynlegt er að sjá
um að konan fái lyf vegna brjóstanna
ásamt ráðleggingum.
8. Gott er að eiginmaður geti fengið að
vera hjá konu sinni á sjúkrahúsinu
meðan sængurlega varir, og svo er
á Kvennadeild Landspítalans.
9. Oftast dveljast þessir foreldrar á
kvensjúkdómagangi en þó stundum
á meðgöngudeild, ef konan hefur
legið þar áður og vill þá losna við að
kynnast nýju fólki. Eg tel heppilegra
að flytja konuna á aðra deild en með-
göngudeild.
Sjaldgæft er að þær liggi á sængur-
kvennadeild, þó hefur það komið fyrir.
10. Nauðsynlegt er að upplýsa foreldra
fljótt eftir fæðinguna um ýmis konar
atriði er varða barnið og ekki má
gleyma að fá leyfi foreldra fyrir
krufningu.
Af hverju dó barnið? Var það van-
skapað eða með litningagalla eða
fannst ekkert athugavert? Þetta er
spurningar sem brenna á öllum for-
eldrum.
Varast skal að segja við foreldra sem
missa vanheilt barn. „Það var best
fyrir þetta barn að deyja“, - það má
vera - en maður skyldi varast að losa
sjálfan sig við erfið svör með slíkri
skýringu, því hún nægir foreldrum
ekki og þau eru jafn hrygg og hinir,
þar sem ekkert finnst óeðlilegt. Fólk
sættir sig oft betur við missi vanheils
barns í fyrstu, en þegar að næstu
meðgöngu kemur verður hún marg-
falt erfiðari vegna óttans um að nú
fari eins í þetta skipti. En þarna
koma allskonar rannsóknir okkur til
hjálpar, svo sem sónarskoðun og
litningarannsókn og svo góð viðtöl
og gott eftirlit á meðgöngutímanum.
Við bjóðum aðstoð vegna væntan-
legrar útfarar, tölum við útfararstjóra
fyrir fólkið og segjum því hvaða
möguleikar eru fyrir hendi. En þeir
eru að hafa sérstaka jarðarför eða að
koma baminu í kistu með öðmm,
stundum er þá um ættingja eða
venslafólk að ræða. Ljósmóðir - oft-
ast sú (eða þær) sem mest hefur sinnt
foreldrum í fæðingu og eftir - klæðir
barnið að ósk þeirra og leggur það í
kistu. Tekur þá gjarnan myndir í leið-
inni. Sjúkrahúsprestar sinna þessum
foreldrum mjög vel og gott samstarf
er á milli þeirra og ljósmæðranna.
Félagsráðgjafar tala við foreldra og
veita ráðgjöf í sambandi við rétt
mæðra til barnsburðarleyfis o.fl. ef
óskað er, en réttur til barnsburð-
arleyfis fyrir móður sem fæðir and-
vana bam er þrír mánuðir. í sam-
vinnu starfsfólks kvennadeildar og
vökudeildar hafa verið útbúnir 2
bæklingar, sem foreldrum er missa
börn sín, em afhentir til eignar.
11. Eftir fæðinguna er erfitt tímabil fram-
undan sem skipta má niður í 4 eðli-
leg sorgarstig:
1) Lost-stig. Erfitt er að skilgreina
og taka því sem komið hefur fyrir,
fólk trúir því ekki, skilur það ekki,
nær ekki því sem verið er að segja,
þannig að allt blandast saman í einn
graut.
Lost-ástand getur varað frá nokkrum
klukkustundum upp í marga daga.
2) Svörunarstig. Konan viðurkenn-
4
UÓSMÆÐRABLAÐIÐ