Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 18
Samningur
milli Ljósmæbrafélags Islands
og Tryggingastofnunar ríkisins
(TR) um greiðslu til Ijósmaebra
vegna fæbinga í heimahúsum.
1. gr.
TR greiðir Ijósmæðrum fyrir að
annast sængurkonur við fæðingar, sem
fram fara utan fæðingarstofnana, þar
sem greitt er fyrir vistunina.
2. gr.
Greiðslur samkvæmt samningi þess-
um fara eftir gjaldskrá, sem grundvallast
á þvi að ljósmóðir starfi sem verktaki og
beri sjálf allan kostnað við nauðsynleg
tæki og annað, sem starfi hennar fylgir,
þ.m.t. bifreið.
Gjaldskráin skal breytast á þriggja
mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. janúar
1992. Skulu 75% af fjárhæðum gjald-
liðanna fylgja breytingum á launavísitölu,
en 25% framfærsluvísitölu.
3. gr.
Miðað við grunn vísitalna í október
1991 er gjaldskráin þannig:
I. Aðstoð við fæðingu, þ.e. eftirlit fyrir
fæðingu, móttaka barns og aðstoð í
framhaldi af þvi (18,6 klst.)
kr. 23.689,00
II. Hver vitjun eftir fæðingu
(1,8 klst.) kr. 2.292,00
Miðað er við tvær vitjanir
fyrstu fjóra dagana og eina
vitjun næstu þrjá, eða hámark
11 vitjanir kr. 25.212,00
III. Bráðaútkall til sængurkonu
eftir fæðingu
(1,8 klst) kr. 2.621,00
Þurfi ljósmóðir að leita aðstoðar á
sjúkrahúsi vegna fæðandi konu á Ijós-
móðir rétt á greiðslu fyrir þann tíma sem
hún hefur sinnt konunni.
4. gr.
Ljósmæður gefa út sérstaka skýrslu
um hverja fæðingu. Skal móðirin fá afrit
af henni til þess að framvísa hjá við-
komandi umboði TR með umsókn um
dagpeninga vegna fæðingar í heimahúsi,
sbr. f-lið 43. gr. almannatryggingalaga.
5. gr.
Reikningar ljósmóður skulu staðfestir
af sængurkonu. Þeir skulu sendir TR til
greiðslu ásamt skýrslu ljósmóður um
heimafæðingu samkvæmt 4. gr.
6. gr.
Samningur þessi gildir frá 1. nóvem-
ber 1991 til 31. október 1992.
Reykjavík, 7. nóvember 1991
16
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ