Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 21
Reglur um skilgreiningar og skráningu fæðinga á Islandi Skilgreiningar: 1. Börn teljast þeir burðir, sem vega 500 gr. eða meira við fæðinguna, án tillits til þess hvort þeir eru lifandi fæd- dir eða andvana. Ef fæðingarþyngd er ekki fyrirliggjandi skal miðað við fulla 22ja vikna meðgöngu og lengri (>154 dagar) frá fyrsta degi síðustu tíða eða skv. ómskoðun. Ef fæðingarþyngd eða með- göngulengd eru ekki þekkt, skal miðað við líkamslengd (haus-hæl) sem er 25 sm. eða lengri. 2. Burðir sem vega minna en 500 gr. við fæðingu og meðgangan skemmri en fullar 22 vikur (154 dagar), skv. tíðar- sögu eða ómskoðun, teljast fósturlát - hvort sem lífsmörk finnast (skv. lið 3) eða ekki. Ef fæðingarþyngd er talin óeðlileg miðað við meðgöngulengd, t.d. vegna vaxtarstöðvunar fósturs eða hydrops foetalis, skal lengd meðgöngu ákvarða hvort burðurinn telst fósturlát eða barn. Telst burðurinn þá barn ef meðgangan er lengri en fullar 22 vikur (154 dagar) - að öðrum kösti fósturlát. 3. Samkvæmt skilgreiningum Al- þjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá 1950 (endurskoðaðar og samþykktar óbreyttar 1966 og 1971) - teljast lífsmörk með nýbura sem hér segir: ~ Hjartsláttur ~ Öndun - Æðasláttur á naflastreng - Hreyfingar í sjálfráðum vöðvum (þverrákuðum) Skráning: 1. Skrá skal á fæðingartilkynn- ingar alla burði, þar sem meðgöngulengd er talin vera 20 vikur (140 dagar) eða lengri án tillits til fæðingarþyngdar. 2. Ef burðurinn er undir 500 gr. - meðganga skemmri en fullar 22 vikur (154 dagar) og líkamslengd innan við 25 sm. - samkvæmt ofanskráðum skilgrein- ingum, skal rita fósturlát (abortus) á fæð- ingartilkynninguna (lið 8). 3. Ef meðgöngu lýkur fyrir fullar 22 vikur (154 daga) með fóstureyðingu (abortus provocatus, með tilvísun til laga nr. 25/1975), skal ekki rituð fæðingar- tilkynning. Hins vegar skal það gert ef fóstureyðing er framkvæmd eftir þann tíma. 9. nóuember 1992 Gunnlaugur Snædal Kvennadeild Landspítalans G. Biering Vökudeild Barnaspítala Hringsins Ólafur Ólafsson Landlæknisembættið 19 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.