Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 32

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 32
hafi orðið á þekkingu manna. Frá þeim tíma hafa varðveist þær sagnir að víða í Evrópu töldu læknar það vera fyrir neðan virðingu sína að sinna konum við barns- burð. Frægur franskur læknir komst svo að orði árið 1586, „það er vanvirða fyrir karlmenn að fást við þessa list“. Þessi skoðun rikti sem sagt á miðöldum, og allt fram til þess tíma er fæðingatengur komu til sögunnar á 17. og 18. öld. Þá fóru læknar að ganga svo inn á verksvið ljós- mæðra að þeim þótti nóg um. (7,13) ítalir misstu aldrei sjónar á fornaldar- menningu Grikkja, sem varð til þess að á 12.-14. öld spratt upp hreyfing til að endurvekja þá þekkingu. Hugmynda- og menntastefnan sem spratt út frá þessari hreyfingu fékk nafnið „húmanisminn". Listir og vísindi „endurfæddust", sú stefna fékk heitið Endurreisnarstefnan „renes- sanse“. Breiddust þessir menningar- straumar út frá Ítalíu til annarra landa s.s. Frakklands, Hollands, Þýskalands, Dan- merkur og fleiri landa. Prentlistin var fundin upp á þessu skeiði og auðveldaði hún útbreiðslu fræðirita. (2,13) Sagnir segja að heiftarleg átök hafi orðið milli karla- og kvennamenningar, það er við upphaf „Vísindaalda" 14-17 hundruð, sem komu til af því að karlar fóru að sækja inn á svið kvenna, með náttúru- og raunvísindi að vopni. Karl- menn fóru að lesa læknisfræði í há- skólum á 15.-16. öld, og tóku síðan læknar að seilast mjög inn á svið ljós- mæðra. Það var frá upphafi amast við konum í þessum skólum, þær fengu þar ekki aðgang og engan möguleika á að mennta sig á jafnréttisgrundvelli. Og biðu því lægri hlut i þessum átökum, ekki aðeins að þeim væri meinað að læra í háskólum, heldur var reynt með góðum 30 _______________________________________ árangri að taka frá þeim ævaforna þekk- inqu oq spilla samstöðu þeirra og sam- heldni. (2,14) í Tímaritinu Þjóðlíf í september 1986 birtist grein eftir Helgu Sigurjónsdóttur kennara, þar kemur hún inn á ýmislegt, sem fræðikonur hafa verið að rannsaka í sambandi við karlamenningu, sem haft hefur áhrif á stöðu kvenna. En víða um lönd og ekki síst í Bandaríkjunum eru konur nú í óðaönn að gaumgæfa þessa sérkennilegu menningu og þann bak- grunn, og þá mun án efa margt fróðlegt koma í ljós. Sumar þessara fræðikvenna telja; „að karlinn hafa upphaflega verið í sálarlegu jafnvægi og tekið yfirburðum mæðra/kvenna, sem sjálfsögðum hlut. Móðirin fæddi nýtt líf, hún hafði ótvíræða yfirburði yfir karlinn og var því sú volduga og sterka, sú sem leiðbeindi börnunum og leiddi til þroska, og fór skynsamlega með vald sitt. Þetta forna vald móður- innar var þó allt annars eðlis en það vald, sem við þekkjum meðal valdhafa. Það fólst ekki í drottnun, kúgun og yfirgangi heldur nauðsynlegri stjómun. Móðurinni var óhætt að treysta. Hún bjó yfir sköpun- armætti og krafti, sem karlar gátu aldrei öðlast. Um það þýddi ekkert að fást.“ (14) Aðrar fræðikonur segja: „Karlar hafa kennt konum um allt hið illa í heiminum svo langt aftur, sem rekja má men- ningarsögu okkar heimshluta. Þeir hafa gert þær að blórabögglum, sannköll- uðum syndaselum, sem er fullgott að burðast með syndir mannkyns. Konum hafa frá upphafi vega verið ætlaðar illar hvatir. Líkamir þeirra hafa verið taldir saurugir, sér í lagi kynfærin, og farvegur fyrir syndina. Þær „tæla“ karla og vekja upp í þeim syndsamlegar langanir, sem þeir fá ekki staðist. Og þegar þeir falla LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.