Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 34
verið í höndum ljósmæðra frá örófi alda.
Þessar ljósmæður vom: Loysa Bourgeois
(1563-1636) hún var frönsk og starfaði
sem ljósmóðir í París, var þar mjög virt.
Gaf hún út sína fyrstu ljósmóðurfræði
1609 en læknar rem þá að því öllum ámm
að ganga inn á svið ljósmæðra. Hún
greinir þar m.a. frá 12 „stöðum“ sem fós-
tur getur borið að í, og segir greinilega
hvemig fara skuli að við hverja stöðu. Hún
leggur einnig á það áherslu, að við fyl-
gjufæðinguna, eigi að láta náttúmna sjál-
fa hjálpa sér. Komi fylgjan hinsvegar ekki
verði að sækja hana. Og hún lýsir þar
þeim háska sem fyrirsæt fylgja hefur í för
með sér. Aðgerðina hina einu réttu taldi
hún vera að víkka út legopið, gera vendin-
gu og framdrátt og stasa þannig fyl-
gjubeðið, en á þeim tímum hafði engin
kunnátta verið í þeim efnum. Önnur bók
hennar kom út 1617 og sú þriðja 1626,
með viðauka 1634. Bækur hennar vom
einnig gefnar út á þýsku og ensku.
Justine Siegemundin (1650-1705)
var þýsk og starfaði í Þýskalandi og víðar,
hún var mjög þekkt ljósmóðir. Gaf út ljós-
móðurfræði 1690, sem var 200 síður og
með myndum, sem hún byggði á eigin
reynslu. Hún lýsir þar m.a. vendingum
og hún var fyrst manna til að reyna að
minnka blæðingu frá legi með því að
sprengja belgi. Og hún bendir þar einnig
á, að þrengsli í mjaðmagrind geti hindrað
fæðingu, en fram að þeim tíma höfðu
menn ekki áttað sig á því, töldu að
grindin gæfi nægilega mikið eftir. Þessi
bók var endurprentuð mörgum sinnum
og var aðalkennslubók i ljósmóðurfræði,
bæði fyrir ljósmæður og lækna í Þýska-
landi í nær heila öld. Það finnst mér segja
nokkur til um, að þekking hennar hafi
verið talin góð á þeim tíma.
32 -----------------------------------
Marie Louise Lachapelle (1769-
1821) var frönsk, hún var dóttir ljós-
móður og starfaði í París, kvað hafa séð
40.000 þúsund fæðingar, hún skrifaði
ljósmóðurfræði sem hún byggði á eigin
athugunum. Ljósmóðurfræði hennar
kom fyrst út 1821 og var síðan endurút-
gefin 1825. I bók hennar voru góðir
kaflar um sitjandastöður, skálegur, tang-
arfæðingu, blæðingar við fæðingu,
barnsfarasótt, legbrest og hún greinir þar
m.a. frá þeim einkennum, sem fylgja
„Eclampsíu" og er hún fyrst manna til að
tengja saman þau einkenni og lýsa þeim
vel á prenti. Þótti mönnum skrif hennar
mikill fjársjóður þar sem hún hafði einnig
gífurlega mikla verklega reynslu.
Marie Anne Victoire Boivin (1733-
1841) var einnig frönsk og starfaði í
París. Sagt hefur verið um hana, að hún
hafi haft „auga á hverjum fingri“ svo at-
hugul þótti hún. Fyrsta ljósmóðurfræði
hennar kom út 1812 sem var m.a. með
myndum af ýmsum mismunandi stöðum
fósturs in utero, og hún lýsir því hvernig
hún notar tangir. Bók þessi var sú full-
komnasta, sem komið hafði út á þeim
tímum. Önnur bók hennar kom út 1817
og var hún þar bæði með 136 myndir og
sex statistical töflur af 24.214 fæðingum.
Eftir hana birtust síðan bækur og greinar
í Frakklandi og víðar 1818, 1819, 1827,
1829, 1833 og 1836. Rit hennar voru
vísindalega unnin, hún skrifaði m.a. um
blæðingar frá legi og hún var með þeim
fyrstu sem birti grein um „hydatidiform
mola“. Að lokum skrifaði Madame
Boivin doktorsverkefni í sjúkdómafræði
sem kom út 1833 i tveimur hlutum,
annarsvegar fræðirit og hinsvegar
Anatomy-Pathology-Atlas af Uterus, og
naut hún aðstoðar við það frá Prófessor
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ