Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 35

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 35
Dugés en hann var frændi Marie Louise Lachapelle. Madame Boivin var fyrst til að greina canser í urethra, sem hún lýsir m.a. í þessu riti og einnig hvemig nota skuli speculum við skoðun. 1834 var rit hennar einnig gefið út á ensku. Og 1866 var það endurútgefið löngu eftir andlát hennar til minningar um hana. Vegna skrifa sinna heiðraði University of Mar- burg hana titlinum Doctor, þó svo Aca- demian í París neitaði henni um aðgang, vegna þess að þeir voru á móti ljós- mæðrum. (1,2,7,16,17,18,19,20) Mér finnst þessar ljósmæður hafi bjar- gað heiðri ljósmæðra með þessum skri- fum sínum. Og miðað við það hvað þessar ljósmæður hafa haft mikla þekkingu á þessum tíma, geri ég ráð fyrir að fleiri hafi búið yfir svipaðri kunnáttu, þó svo þær hafi ekki ráðist í að skrifa fræðirit. I BS. lokaverkefni 4. árs hjúkrunar- fræðinema í Háskóla Islands vorið 1982 „Konur í hjúkrunarstarfi" kemur fram að: „Skv. bókmenntum frá miðöldum til dags- ins í dag, breyttu læknar almenningsálitinu á gildi konunnar í heilbrigðiskerfinu, með því að víkja þeim úr embætti. Nærtækt dæmi er um það, þegar læknar viku ljós- mæðrum til hliðar og hófu stöðu fæðingalæknisins upp til skýjanna. Þarna var ekki um að ræða eðlilega framþróun í læknisfræði, heldur hreina yfirtöku". (14,21) Og þar sem ljósmæður höfðu síðan engan möguleika á að mennta sig í háskóla eins og læknar, var menntun þeitja og framþróun haldið niðri. I Frakklandi mun það hafa verið um 1650 sem fyrst kom út tilskipun þess efnis að læknum væri heimilt að stunda ljósmóðurstörf. (22) Svo ég færi söguna nær okkur, þá kom fyrsta ljósmóðurfræðin út í Dan- mörk 1557. Árið 1714 var fyrst komið á reglulegu prófi fyrir ljósmæður, þó svo ljósmæðrafræðslan kæmist ekki almenni- lega á fyrr en 1759 eftir að Fæðinga- stofnunin var reist í Kaupmannahöfn. (2,22,23) Hér á landi voru fyrstu tilskipanir gefnar út um ljósmæður 9. september 1537, en samkvæmt þeim tilskipunum átti það starf einkum við um andlegar þarfir kvenna í fæðingu. Margir hafa litið svo á að það hafi ekki haft neina hagnýta þýðingu. Það gæti samt hafa hjálpað konum og orðið þeim til góðs. Segja má að þarna hafi verið byrjað með nokkurs- konar „psykoprofylaksi“. (2,7,12) 1749 kom út hér á landi fyrsta ljós- móðurfræðin „Sa niie yfirsetukvenna Skoole“, sem Halldór Brynjólfsson bisk- up á Hólum lét þýða og prenta. 1760 var skipaður fyrsti landlæknirinn, en það var Bjarni Pálsson. í erindisbréfi hans sem gefið var út 19. maí sama ár var ákvæði um ljósmæður. En þar segir; að mennta skyldi ljósmæður í „ljósmóðurlist og vís- indum“. Fékk Bjarni danska ljósmóður hingað til lands Margrethe Katarine Magnússen (1718-1805), sem þá hafði nýlega lokið námi í Fæðingarstofnuninni í Kaupmannahöfn til að hafa með hönd- um verklega kennslu ljósmæðra. En þeim var ætlað að lesa Yfirsetukvenna Skólann frá 1749. Fyrstu fimm ljósmæðurnar útskrifuðust síðan á Bessastöðum haustið 1761 og á þessu ári er því 232 ár, síðan skipulagt nám hófst hér á landi fyrir ljós- mæður. Frá því að ljósmæðranámið hófst gengust allar ljósmæður undir próf. Til er skráð embættispróf frá 9. maí 1768. Það próf tók Rannveig Egilsdóttir ljósmóðir á Staðarfelli á Fellsströnd og innihélt það 30 spurningar. (2,23) 33 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.