Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Síða 40
SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Ijósmóðir
ÁSLAUG HAUKSDÓTTIR, ljósmóðir:
Glasafrjóvgunardeild
Landspítalans
Fyrir um það bil tveimur ámm hófst ný
starfsemi á Kvennadeild Landspítalans,
„glasafrjóvgun". Hafði þá undirbúningur
og aðdragandi verið talsverður áður.
Islendingar höfðu áður átt kost á slíkri
aðstoð, en frá árinu 1987 greiddi Trygg-
ingastofnun glasafrjóvgunarmeðferð er-
lendis og fóru flestir til Bourn Hall klinik
í Bretlandi. Það var einmitt þar sem
fyrsta glasabarnið í heiminum varð til og
fæddist þann 25.7. 1978. Síðan hafa
nokkur þúsund slík börn fæðst í heim-
inum. Fyrsta íslenska glasabarnið fæddist
þann 31.7. 1992, þ.e.a.s. fyrsta barnið
sem getið var á islensku glasafrjóvg-
unardeildinni. Síðan hafa fæðst nokkrir
tugir barna en um 20-30% af þeim eru
tviburar.
Á glasafrjóvgunardeildinni starfa nú
tvær ljósmæður i 50% starfi, auk annars
fagfólks. Deildin er staðsett á fyrstu hæð
kvennadeildarinnar og starfar hún í nán-
um tengslum við rannsóknardeild
Kvennadeildar og hormónarannsóknar-
deild Landspítalans.
Starfsemi deildarinnar er að mestu
leyti sniðin eftir starfsemi glasafrjóvgun-
ardeildar Hammersmith sjúkrahússins í
London. Það er ein af stærstu glasa-
frjóvgunardeildum í Englandi ásamt
Bourn Hall og hafa náð hvað bestum ár-
38 _______-_____________________________
angri þar. Við fórum í kynningu til
Hammersmith sjúkrahússins í apríl 1991
og fylgdumst með starfseminni þar í
nokkurn tíma.
Ekki hafa verið sett lög frá Alþingi um
glasafrjóvganir á íslandi en deildin starfar
eftir vissum reglum og eru þær helstu
eftirfarandi:
- Karl og kona sem fara í glasafrjóvgun
skulu hafa verið í fastri sambúð í
a.m.k. þrjú ár. Konan skal vera undir
fjörutiu og tveggja ára aldri. Þau skulu
gangast undir þær rannsóknir sem
læknar Kvennadeildar Landspítalans
telja nauðsynlegar.
- Veita skal þeim sem óska eftir glasa-
frjóvgun fullnægjandi upplýsingar um
fyrirhugaðar rannsóknir og aðgerðir.
Þau skulu staðfesta ósk sína skriflega.
- Tekið skal við tilvísunum frá kven-
sjúkdómalæknum og sérfræðingum
sem fjalla um ófrjósemi karla.
- Helstu læknisfræðilegu ábendingar i
glasafrjóvgun eru: Skemmdir á egg-
jaleiðurum, blóðæxlismyndun (leg-
slímhúðarkvilla) skert frjósemi karla,
óútskýrð ófrjósemi.
- Notkun gjafasæðis og gjafaegg-
frumna er bönnuð.
Oheimilt er að láta konu ganga með
fyrir aðra.
UÓSMÆÐRABLAÐIÐ