Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 41

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 41
- Óheimilt er að nota frjóvgaðar egg- frumur (okfrumur) til annars en koma þeim fyrir i legi þeirrar konu sem eggið var tekið úr. - Óheimilt er að frysta eggfrumu og fósturvísa. Áður en meðferð hefst á glasafrjóvg- unardeild hafa viðkomandi farið í viðtal við lækni deildarinnar, þar sem m.a. er ákveð- inn meðferðarmánuður og í framhaldi af þvi fer parið í forrannsóknir sem eru: - hormónarannsóknir á konu - eyðni og lifrarbólgupróf karls og konu - sóknarskoðun konu - sæðisrannsókn karls. Biðlisti er eitt og hálft til tvö ár. í hveij- um mánuði byrja u.þ.b. 25 pör í meðferð. Gangur meðferðarinnar er í stórum dráttum þessi: - Viðtal - sprautukennsla. - Blóðprufur - sæðisprufur. - Blóðrannsóknir - sónarskoðun. - Miðnætursprautan (egglosunarsprauta). - Eggheimta 34-36 klst. eftir mið- nætursprautu. - Fósturfærsla 2-3 dögum síðar. - Þungunarpróf 2 vikum eftir egg- heimtu. - Dagur 28: Sónarskoðun. - Dagur 42: Sónarskoðun - mæðraskrá. Á 2. eða 21. degi blæðinga í með- ferðarmánuði hjá konunni hringir parið á deildina og fær tíma hjá ljósmóður í við- tal og sprautukennslu. Lyfjameðferðin frá byrjun, að eggheimtu tekur 4-6 vikur. I flestum tilvikum sér maðurinn um að sprauta, og hefur það gengið mjög vel. Einstaka kona hefur sprautað sig sjálf eða farið á heilsugæslustöð. I þessu viðtali er einnig farið í gegnum gang meðferðarinnar stig af stigi. Talað er um aukaverkanir lyfja, og álag sem þessu fylgir, ekki síst andlegt álag. Oft eiga þessi pör margra ára erfiða sögu að baki, e.t.v. stórar aðgerðir, og alls konar erfiðleika og eru raunverulega komin að lokapunktinum með miklar væntingar í huga. 1) Lyfin sem notuð eru Suprefakt (buserelin) sprautað undir húð einu sinni á dag frá 2. eða 21. degi tíðahrings. Þetta lyf er til að slökkva á þeim hluta hormónakerfis konunnar sem stjórnar starfsemi eggjastokkanna. Aukaverkanir geta komið fram, sem líkjast einkennum á breytingaskeiði konunnar, eins og hitakóf og skapbreytingar, höfuðverkur og auka tíðablæðingar geta komið. Þetta lyf er gefið eitt í fyrstu 2-4 vikurnar síðan er lyfi 2) bætt við - en það er Pergonal (FSH/LS) gefið í vöðva einu sinni á dag. Þetta lyf örvar eggjastokkana og upp- hefur aukaverkanir Suprefacts - hitakóf hverfa og skapið lagast, en þrýstings- óþægindi um neðanverðan kvið geta komið þegar líða fer á Pergonal- meðferðina en hún tekur 12-16 daga. Á meðan lyfjameðferð stendur er fylgst með hormónamagni (E2) í blóði konunnar á vissum tímum meðferðarinn- ar og gerðar vaginalsónar skoðanir. Þegar eggbúin hafa náð ákveðinni stærð og fjölda og hormónamagn er nægilega hátt, þá er konan tilbúin til egg- heimtuaðgerðar (á 12-16 degi Pergonal- meðferðar), fær hún þá gefna „mið- nætursprautu" (Profasi - HCG) sem lýkur þroska eggbúanna. 34-36 tímum síðar er gerð eggheimta. Þennan tíma, meðan parið er í með- ferð, reynum við ljósmæðurnar að hafa sem best samband við þau og reynum að aðstoða við vandamál, sem upp koma, _________________________________ 39 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.