Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Síða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Síða 42
göngum úr skugga um að vel gangi að sprauta, hvernig andleg og líkamleg líðan er og svo framvegis. Eggheimtudaginn, mætir parið árla morguns með sæðissýni og konan fast- andi frá miðnætti. Flestir karlarnir eru með þegar eggin eru sótt. Eggheimtun fer fram á skurðstofu, framkvæmd af sér- fræðingi deildarinnar með aðstoð ljós- móður. Rannsóknarstofa er við hlið skurðstofunnar og leitar líffræðingur að eggi í hverju sýni sem tekið er. Parið getur því fylgst með hvernig gengur. Aðgerðin er framkvæmd með hjálp vagi- nalsónartækis. Konan er vakandi en fær i.v. vökva og verkja og slakandi lyf. Svæfingalæknir er við allar eggheimtur. Hægt er að fylgj- ast með af sónarskerminum, hvernig eggbúin tæmast, eitt af öðru. Aðgerðin tekur hálfa til eina klukkustund. Konan jafnar sig í 2-3 klukkustundir og fer síðan heim. I einstaka tilviki þarf að leggja konuna inn á kvenlækningadeildina til kvölds eða næsta dags. Ef frjóvgun á sér stað, kemur parið á deildina 2-3 dögum síðar og eru þá sett- ir upp 1-3 fósturvísar, fer það eftir útliti fósturvísanna, fjölda þeirra sem hafa frjóvgast og aldri konunnar. Engin deyf- ing eðá lyf eru notuð við fósturfærsluna, en konan hvílir sig í eina og hálfa klukku- stund á eftir. Konan kemur síðan í blóðprufu (eða sendir utan af landi) 14 dögum eftir eggheimtu og gert er þungunarpróf. Ef þungunarpróf reynist jákvætt er því fylgt eftir með mælingum aftur á 16. og 18. degi. Ef þau próf reynast eðlileg er gerð sónarskoðun á 28. degi þá á að sjást hvort einn eða fleiri sekkir eru í leginu og e.t.v. hjartsláttur. Á 42. degi eftir egg- 40 _____________________________1_____ heimtu er aftur gerð sónarskoðun og ef allt reynist vera eðlilegt, er gerð mæðra- skrá og ákveðið hvert konan fer i mæðra- eftirlit. Reynist þungunarprófið neikvætt, kemur parið í viðtal á deildina - farið er yfir meðferðina og áframhald ákveðið. Hér höfum við í stórum dráttum rakið hvemig meðferðin gengur fyrir sig, enn- þá er starfsemi deildarinnar í þróun og margt sem huga þarf að í sambandi við áfrarrihaldandi starfsemi hennar. Nú þeg- ar er biðtími eitt og hálft til tvö ár. Húsnæði deildarinnar er lítið og stundum erfitt um vik, þegar margir eru í meðferð í einu. Enn eru ekki lög til í landinu sem leyfa frystingu fósturvisa, sem hægt hefði verið að frysta og nota síðar, og fría þannig konur við erfiðri lyfjameðferð. Þegar deildinni fer að vaxa fiskur um hrygg og meðferðum að fjölga, hlýtur að þróast starfsemi í tengslum við deildina, fyrir þau pör þar sem meðferðin tekst ekki, eða verða fyrir áföllum í meðferðinni, t.d. fósturlát, eða utanlegsfóstur. Þyrfti það að vera þverfaglegur hópur, sem að því stæði. Þar sem þetta stig meðferðar á ófrjó- semisvandamálinu er síðasta meðferðar- formið, og ef það tekst ekki, þrátt fyrir margar tilraunir, þarf fólk mikinn stuðning og hjálp til að horfast í augu við staðreynd- ina og takast á við hana. Þrátt fyrir að deildin sé enn að slíta barnsskónum, hefur árangurinn verið mjög góður, líklega mun betri en búist var við í upphafi. Það hefur verið mjög ánægjulegt fyrir okkur ljósmæðurnar að taka þátt í þessu uppbyggingastarfi og vonum við að starfsemin fái að þróast og dafna eðlilega í framtíðinni. LJOSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.